Úrval - 01.03.1969, Síða 6
4
ÚRVAL
**
*•
smásögur
A, um .
stormenm
**
*
*
FYRIR FRUMSÝNINGU á einu
leikrita sinna, sendi Bernhard Shaw
Churchill fjóra miða og skrifaði
svohljóðandi bréf með:
— Þér getið boðið vinum yðar
með yður, ef þér eigið þá nokkra.
Churchill svaraði og kvaðst því
miður ekki geta verið viðstaddur
frumsýninguna, en bætti við:
— Ef til vill kem ég á aðra sýn-
ingu — ef hún verður þá nokkur . .
MÖRGUM ER
líklega enn í
fersku minni,
þegar lögreglu-
þjónn í Reykjavík
tók kunnan klerk
að næturlagi til
yfirheyrslu,
grunaðan um að
hafa gægzt inn
um glugga hjá stúlku nokkurri.
Sagt er, að mál þetta hafi borið á
góma milli sér Bjarna Jónssonar
vígslubiskups og Páls ísólfssonar,
þegar þeir komu frá jarðarför,
skömmu eftir að. atburðirnir gerð-
ust.
Páll segir:
— Finnst þér nú, að þetta geti
gengið fyrir prest, ef það sannast,
að hann hafi verið að gægjast á
gluggann þarna um nóttina hjá
stúlkunni?
— Það held ég ekki, svaraði séra
Bjarni. — Það gæti í hæsta lagi
gengið fyrir organista!
í ÞESSU HEFTI
er greinarkorn
um leikarann
heimsfræga, Mau-
rice Chevalier, en
hann er orðinn
áttræður og er
samt enn í fullu
fjöri. Chevalier
hefur margt sér
til ágætis, eins og kunnugt er. Eitt
af því er sparsemi, sem slagar hátt
upp í hina skozku dyggð.
Nýlega sagði hann stoltur við einn
af vinum sínum:
— Ég er nú orðinn áttræður, en
samt fæ ég ennþá glóandi ástar-
bréf frá ókunnum aðdáendum mín-
um.
— Og svarar þú svoleiðis bréfum,
spurði vinurinn.
— Að sjálfsögðu, svaraði Che-
valier. — Ja, það er að segja, ef
viðkomandi hefur verið svo skyn-
samur að senda með frímerki á
svarbréfið!
Fyrst minnzt er á Mauriee Che^
valier má ekki láta hjá líða að segja
frá snjallri setningu, sem höfð. er
eftir honum um þessar mundir. Hún
er um kvenfólkið nú á dögum og
hljóðar svo:
— Þetta blessaða nútímakvenfólk
er eins og hverjar aðrar brúður.
Eini munurinn er, að þær segja ekki
„mamma“, þótt maður þrýsti á þær!