Úrval - 01.03.1969, Page 7
5
SÖNGVARINN heimsfrægi, Enrico
Caruso, varð fyrir mestum von-
brigðum í lífi sínu á járnbrautar-
ferð frá Capri til Köln. Á ferð
gegnum Þýzkaland kom garðyrkju-
maður inn í klefann hans. Þeir tóku
strax tal saman.
— Ég heiti Smith, sagði garð-
yrkjumaðurinn.
— Og nafn mitt er Caruso, sagði
söngvarinn hratt og ógreinilega í
þeirri von, að garðyrkjumaðurinn
tæki ekki eftir því.
— Er það mögulegt? Eruð þér
hinn heimsfrægi maður, spurði
garðyrkjumaðurinn með lotningu.
— Já, ég er hræddur um það,
sagði Caruso.
— Ég hef lesið mikið um yður,
sagði garðyrkjumaðurinn með enn
meiri lotningu en áður. Síðan bætti
hann við:
— Hvílíkt ævintýri að fá að
kynnast Robinson Cruso! Segið mér
eitt: Hvernig líður vini yðar, hon-
um Frjádegi?
GUÐLAUGUR
RÓSINKRANZ,
þj óðleikhússtj óri
á það til að lífga
upp á tilveruna
með ofurlitlu
spaugi og hrekk-
lausri stríðni. Eins
og kunnugt er á
Þjóðleikhúsráð að
vera með í ráðum um leikritaval
og á þar af leiðandi að lesa yfir öll
handrit sem til greina koma. Vil-
hjálmur Þ. Gíslason er einn af þeim
er ráðið skipa. Hann er jafnan störf-
um hlaðinn, og þjóðleikhússtjóri
hafði hann grunaðan um að lesa
ekki nærri alltaf yfir handritin,
eða ekki vandlega að minnsta kosti.
Þegar hann fékk honum eitt sinn
nýtt leikrit til yfirlestrar, gerði
hann honum þann grikk að líma
saman allmörg blöð í handritinu.
Þegar Vilhjálmur skilaði því aft-
ur voru blöðin enn samanlímd!
SIGURÐUR
NORDAL og Tóm-
as Guðmunds-
son eru vel kunn-
ugir og miklir að-
dáendur verka
hvors annars. Þó
bar svo til eitt
sinn, að Tómas
frétti, að Nordal
hefði farið niðrandi orðum um eitt
af Ijóðum hans og fundið því flest
til foráttu. Ákvað Tómas þegar, að
hann skyldi launa Nordal lambið
gráa og hefna sín svolítið á honum.
Nokkru seinna var Tómas heima
hjá Nordal og barst talið að sjálf-
sögðu strax að skáldskap og ljóða-
gerð. Nordal minnist á eitt af ljóð-
um Tómasar og hældi því á hvert
reipi, — sagði, að margt í ljóðinu
væri varla hægt að orða betur.
Tómas hlustaði þegjandi á hrósið,
en sagði síðan:
— Þakka þér fyrir, Sigurður
minn. En gaman hefði mér þótt að
frétta, að þú hefðir sagt þetta um
mig — á bak!