Úrval - 01.03.1969, Blaðsíða 10
8
„Við höfum það svo
gott hjá honum pabba,
að ég vildi óska, að við
hefðum þekkt hann dá-
lítið lengur.“
Lítill enskur drengur
ætlaði að semja skáld-
sögu, en var of fljótur
á sér, því að efnið var
þrotið eftir fyrsta kafl-
ann. Kaflinn hljóðaði
svo:
„1. kafli. Það var
einu sinni morðingi
með gul augu og kqnan
hans sagði við hann:
— Ef þú myrðir mig,
þá verðurðu hengdur.
Og hann var hengdur,
næsta föstudag. Endir.“
Unga konan íyrir framan mig í biðröðinni við kassann i kjörbúðinni
ýtti fullum innkaupavagni á undan sér. Innan um vörurnar var lítil
telpa, og svo hélt hún á tveggja ára gömlum „jaka“ á annarri mjöðm-
inni. Hann gerði allt sem hann gat til Þess að losna. „Almáttugur hjálpi
mér," sagði afgreiðslumaðurinn. „Kann drengurinn efcki að ganga enn
þá?“
„Það kann hann svo sannarlega!" svaraði unga móðirin. „Nú hvers
vegna haldið þér, að ég haldi á honum?"
Frú M. Cooper.
Á flotadaginn árið 1946 kom kafbáturinn o'kkar, USS Balao, í heim-
sókn til New York. Allan daginn vorum við önnum kafnir við að
fylgja gestum um skipið og útskýra alls konar tæki og útbúnað fyrir
Þeim. Við vorum ekki allt of hrifnir af Þessu, og fannst okkur einna
helzt sem við værum þrælkaðir klyfjahestar.
Loks gátum við setzt að kvöldverðarborðinu og glaðzt við þá til-
hugsun, að nú værum við orðnir sjómenn að nýju. En þá opnaðist
skyndilega lúga yfir höfðum okkar og þar birtist hausinn á litlum
snáða. Hann leit aftur fyrir sig og hrópaði æstur: „Hal'ló mamma,
komdu fljótt! Það er verið að gefa þeim!"
Delbert Carper.
Yfirliðþjálfinn okkar, sem er stoltur faðir 12 barna, er búinn að gegna
herþjónustu það lengi, að hann hefur fullan rétt til að hætta herþjón-
ustu á eftirlaunum. En I hvert skipti sem efni þetta ber á góma, ber
hann fram einhverja ástæðu fyrir því að fresta þessu. Venjulega er um
einhverja fjárhagslega ástæðu að ræða.
Nýlega bar hann fram annars konar skýringu: „Það er alls ekki svo
að skilja, að ég hafi eignazt heimili hér í hernum, heldur her á heimili
mínu.“
Fred Bodemer.
Skoðanir okkar verða fastákveðnar einmitt á því augnabliki þegar
við hættum að hugsa,
Joseph Ernest Rdnan.