Úrval - 01.03.1969, Page 12

Úrval - 01.03.1969, Page 12
10 ÚRVAL eða meginland, þá ætla ég að fá að vita mikilleika landsins. En allir geta þess, að það sé meginland og áfast við önnur meginlönd, því að það er sýnt, að þar er fjöldi þeirra dýra, er menn vitu, að á megin- löndum fæðast, en lítt í eylöndum. Þar er héri margur og vargar og mikill fjöldi hreindýra. Og þykjast menn vita, að þessi dýr fæðast ekki á eylöndum, nema menn flytji í. Það þykjast menn og víst vita, að engi maður hefur flutt þau á Græn- land, nema þau hafa sjálf runnið af öðrum meginlöndum. Björn er þar og á því landi og er hvítur, og ætla menn, að hann fæð- ist á því landi, því að hann hefir allt aðra náttúru en svartir birnir, er í skógum ganga. Þeir veiða að sér hross og naut og annað bú að fæðast við það. En hinn hvíti björn, er á Grænlandi er, þá fer hann mest í hafi út á ísum og veiðir þar að sér bæði seli og hvali og lifir við það. Svo er hann og vel fær til sunds alls sem selir og hvalir.“ Þessi frásögn Konungsskuggsjár er hin merkasta fyrir marga hluti, en ekki sízt vegna þess, að hún er öfgalaus og án hindurvitna, sem einkenna svo margar frásagnir mið- alda. En norrænar fornbókmenntir eiga fleiri frásagnir af hvítabjörn- um frá miðöldum, og eru þær allar raunhæfar og merkar. Skal nú í stuttu máli vikið að þeim. Elztu sögu af hvítabirni er að finna í Landnámu og Vatnsdæla sögu. Kemur þar fram, að menn kunnu að veiða þá lifandi og ala sem kjörgripi og færa þá þjóðhöfð- ingjum til gjafar. Saga þessi er úr þeirri sýslu, sem kennd er við af- kvæmi hvítabjarnarins og ber því í minnum sínum rík tengsl horfinna atburða. Svo greinir: „Ingimundur fann beru og húna tvo hvíta á Húnavatni. Eftir það fór hann utan og gaf Haraldi konungi dýrin, ekki höfðu menn í Noregi áður séð hvíta björnu.“ En öllu merkari vitnisburður um hvítabirni og hve mikil konungsger- semi þeir voru, er frá vígsluför fyrsta biskups fslands, ísleifs Giss- urarsonar árið 1056. Svo greinir Hungurvaka: hann „sótti heim Heinrek keisara Konráðsson og gaf honum hvítabjörn, er kominn var af Grænlandi, og var það dýr in mesta gersemi." Árið 1123 er þess getið, að Einar Sokkason kom með bjarndýr frá Grænlandi til Sigurðar konungs Jórsalafara. Allar þessar sagnir eru sennilega sannar og sýna, hvílíka reisn fyrrialda menn lögðu í gjafir sínar, þegar þeir kepptust við að flytja jafn sjaldséð dýr og hvíta- björn langa leið milli landa við lítið hald og erfiðar aðstæður, til þess að gera frægð sína sem mesta og sérstöðu sinna fjarlægu heima. En nú skal vikið að þeirri sögu, er merkust er og ber hæst af hvíta- bjarnarsögum fyrri tíma. En þar á ég við þáttinn af Auðunni vestfirzka af för hans með hVítabjörn til gjaf- ar í höll Danakonungs. Aðalefni Auðunnar þáttar vest- firzka er á þá lund, að hann kaup- ir hvítabjörn á Grænlandi, flytur til Noregs á leið sinni til Danmerkur, þar sem hann hyggst færa Sveini Danakonungi hvítabjörninn að gjöf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.