Úrval - 01.03.1969, Side 13
IiVÍTABIRNIR VEIDDIR LIFANDI OG . . .
11
En ófriður var í þenna mund milli
Sveins konungs og Haraldar harð-
ráða Noregskonungs og bættist það
nú við sem vandi í för, að Harald-
ur harðráði girnist mjög að eignast
hvítabjörninn. En Auðunni tókst að
koma svo máli sínu við Harald kon-
ung, að hann fær að halda áfram
för sinni til Danmerkur þrátt
fyrir ófriðinn milli landanna.
Auðunn kemst klakklaust að
mestu til hallar Sveins Danakon-
ungs, að því undanskildu, að ármað-
ur konungs hefur út úr honum hálft
dýrið til eignar fyrir greiða. Þegar
Auðunn segir Sveini konungi þetta
mislíkar honum lítilmennska ár-
manns síns og rekur hann úr landi.
Auðunn þáði suðurfararstyrk af
Sveini konungi og gekk hann til
Rómar sér til sálubótar og hvarf
síðan aftur til Norðurlanda á fund
konungs. Fékk hann ríkulegar gjaf-
ir hjá konungi og hélt síðan til Nor-
egs, enda hafði hann heitið Haraldi
konungi harðráða að koma við hjá
honum á heimleið og segja honum
frá málalokum í Danaveldi.
Eins og að líkum lætur, mun það
hafa þótt allsögulegur atburður,
þegar komið var með jafnsjaldgæft
dýr og hvítabjörn til Noregs eða
lengra suður allt til Þýzkalands. Er
Auðunnar þáttur vestfirzka skýrt
dæmi þess, því allt bendir til að arf-
sagnir hans hafi varðveitzt á Norð-
urlöndum og Þýzkalandi öldum
saman. Það er sagan um manninn
og bjarndýrið.
Elzta heimild slíkra sagna er
þýzkt kvæði, er nefnist Das Schre-
tel und der Wasserbár og er ort af
Heinrich von Freiberg á árunum
1290—1295. Þar greinir, að konung-
urinn í Noregi sendi konunginum í
Danmörku taminn hvítabjörn.
Norðmaður siglir með björninn yfir
hafið og er hann kemur til Dan-
merkur, biður hann gistingar hjá
bónda í þorpi nokkru. Bóndi lætur
honum heimila gistinguna, en segir
þau vandræði á, að óvættur einn
haldi til í húsinu, brjóti allt og
bramli og spilli öllu. Norðmaður-
inn lætur það ekki á sig fá og er
þar um nóttina. Er svo ekki að orð-
lengja það, að björninn fælir skóg-
arálfinn burt, svo að hann kemur
þangað aldrei framar.
Þessi saga hefur gengið í munn-
mælum í Þýzkalandi lítt breytt
fram á þennan dag, og verið rituð
á ýmsum stöðum. Sagan er einnig
þekkt í Svíþjóð, Danmörku, Skot-
landi, Vindlandi, Bæheimi, Póllandi,
Rússlandi, Finnlandi, Eistlandi og
einnig í Noregi. Norska gerðin er þó
nokkuð sérstæð og ber nafnið
Kjætten paa Dovre og er fyrst
prentuð í ævintýrasafni Asbjörn-
sens og Moes 1842—1844. Þar hefst
sagan á þessa lund: Einu sinni var
maður norður á Finnmörk, sem
hafði veitt stóran hvítabjörn, með
hann ætlaði hann að fara til kon-
ungsins í Danmörku.... í sumum
tilbrigðum sögunnsír er sagt, að
maðurinn með björninn hafi verið
pílagrímur, og annars staðar virð-
ist svo sem menn hafi hugsað sér,
að hann væri íslendingur.
Sögnin af Auðunni vestfirzka er
ekki eingöngu merk fyrir það að
hafa áhrif á sagnagerð og geymd
sagna meðal nágrannaþjóðanna.
Hún er fyrst og fremst merkust fyr-