Úrval - 01.03.1969, Síða 14

Úrval - 01.03.1969, Síða 14
12 ÚRVAL ir það, að hún er sjálfstætt listaverk í íslenzkum bókmenntum, vel sögð og vel rituð. Listaverk er eina orð- ið, sem hægt er að hafa um þáttinn. Hvort heldur litið er á söguþráðinn sjálfan, samhengi atburðanna, hrað- ann í frásögninni, persónulýsingar, mál eða stíl, er þetta allt í hinu fullkomnasta samræmi, svo að með fádæmum er. Hver einasta setning, allt frá upphafi og þar til hann gef- ur Haraldi harðráða hringinn að lokum, er óvenjulega hnitmiðuð og markviss frásögn. Aðalpersónurnar þrjár, Auðunn og konungarnir, Har- aldur og Sveinn, eru einkar skýrt mótaðir af orðum sínum og athöfn- um, þótt höfundur eyði ekki einu orði í sjálfs sín nafni til þess að lýsa þeim. Sterkasti þátturinn í fari Auðunnar er staðfesta hans og viljafesta. Hann hefur sett sér á- kveðið mark og mið til að stefna að, og hann hvikar hvergi frá því. Þess vegna kemst hann það, sem aðrir náðu eigi, þó að nauðsyn ættu til. Hann hefur jafnan góð og gild rök fyrir athöfnum sínum, rök, sem aðrir verða að viðurkenna og láta sér vel líka. Sakir þessa kemst hann með konungsgersemina sína, hvíta- björninn, á leiðarenda og hlýtur að launum frægð og auð. Báðum er konungunum ágætlega lýst, drenglyndi Haralds konungs harðráða, er fullkomið, er hann leyfir Auðunni að fara með hvíta- björninn, sem hann hefur mikla ágirnd á sjálfur, til þess að gefa hann óvini hans, og þá ekki síður hinu mikla örlæti og höfðingskap Sveins Danakonungs. En andstæð- una skortir ekki að síður, skuggan- um bregður á tjaldið, svo að glæsi- myndir fái fyllra skin. Þessi and- staða er ármaðurinn Áki. Sjálfur gerir Sveinn konungur samanburð á honum og þeim Auð- unni og Haraldi konungi með þess- um orðum: „Og þótti þér það til liggja, þar sem eg settak þig mik- inn mann, að hefta það eða tálma, er maður gerðist til að færa mér gersemi og gaf fyrir alla eigu, og sá það Haraldur konungur að ráði að láta hann fara í friði, og er hann vár óvinur?“ Maður er heldur þannig á efni, hvort heldur er í munnlegri geymd eða á bókfelli, veit, hvað hann er að gera, kann verk sitt og skilur út í æsar gildi hvers einstaks atriðis í heildarmyndinni. Auðunnar þátt- ur er sannkölluð perla meðal ís- lendinga þátta. íslenzk frásagnar- list birtist þar á fullkomnasta stigi. Auðvitað veit það enginn, hver reit þáttinn af Auðunni vestfirzka og hvítabirninum hans. En allir, sem lesa þáttinn, skilja og skynja, að hér var að verki óvenjulegur snillingur, mikill kunnáttumaður í íslenzkri sagnamennt. Sú hugmynd hefur komið fram, að þátturinn sé ritaður af Snorra skáldi Sturlusyni í Reykholti. Líklegt er, að þáttur- inn sé ritaður á áratugunum 1190 —1220, eða því sem næst. Heimild- armenn eru að öllum líkindum nán- ustu ættmenn Þorsteins Gyðusonar í Flatey á Breiðafirði, er drukkn- aði árið 1190, og sagður er í niður- lagi þáttarins afkomandi Auðunnar vestfirzka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.