Úrval - 01.03.1969, Síða 16

Úrval - 01.03.1969, Síða 16
14 ÚRVAL ísraelsmanna, og lýsir því yfir að ísraelsmenn hafi byrjað. Dómar hans eru endanlegir og óbilgjarnir, hann veit að það sem hann segir verður óbreytanleg stefna Frakk- lands — nema ef hann skiptir um skoðun. De Gaulle er nú búinn að stjórna Frakklandi í 11 ár. Hver er árang- urinn? Hvað hefur honum tekizt og hvað hefur honum mistekizt? Um það eru landar hans engan veginn sammála. Miljónir manna dýrka hann sem hetju. Þeir muna hann sem hinn óþekkta hershöfð- ingja, sem stofnaði frönsku frelsis- hreyfinguna árið 1940 og sem fjór- um árum seinna stýrði frelsissveit- unum inn í París. Þeir álíta hann bjargvætt Frakklands, sem var 12 ár í útlegð eftir árið 1946, en kom síðan aftur á neyðarstund Frakk- lands til að gerast foringi stjórn- arinnar og endurheimta eitthvað af hinu forna veldi landsins. Um leið gera æ fleiri Frakkar gys að kröfum De Gaulles og eru honum andsnúnir. Þeir segja mein hans vera að hafa aldrei getað greint á milli sjálfs sín og Frakk- lands. Þeir mótmæla kröftuglega hinni sjálfsbyrgingslegu fullvissu De Gaulles að hann sé hinn út- valdi endurlausnari Frakklands. ALSÍR VANDAMÁLIÐ Fyrsti sigur De Gaulles — og for- senda alls, sem hann hafði í för með sér — var að lægja öldurnar í Frakklandi er það var á barmi borgarastyrjaldar. Árið 1958 geys- aði hörð nýlendustyrjöld milli alsírsku þjóðernissinnanna og franska hersins. 13. maí gerðu frönsku innflytjendurnir í Alsír uppreisn gegn stjórninni í París, sem þeir ákærðu fyrir að hafa snið- gengið hagsmunamál þeirra. í sjálfu Frakklandi var herinn að undir- búa byltingu. Vinstri öfl voru að koma upp nefndum út um allt land til að verja „lýðveldið“. 29. maí bað Coty forseti De Gaulle hers- höfðingja að sameina þjóðina og mynda sterka nýja stjórn. De Gaulle, var nú orðinn forsæt- isráðherra og þingið hafði veitt honum ótakmarkað vald vegna ástandsins; hann tók því til við lausn Alsírvandamálsins. Hann var allt annað en hreinskilinn, upphaflega lét hann Frakka í Alsír halda að hann væri þeim hliðhollur. En á meðan vann hann að því að minnka völd frönsku hershöfðingjanna. Hann bældi niður tvær byltingar árið 1960 og 1961, og komst með naumindum frá banatilræði. En árið 1962 varð Alsír frjálst land og hinir uppreisnargjörnu hershöfð- ingjar voru í fangelsi eða útlegð. Það var mikið afrek að binda endi á hið skaðlega stríð, sem staðið hafði í átta ár. Annað mikið afrek var stofnun hinnar fyrstu stjórnar, sem var föst í sessi. Fjórða lýðveldi Frakk- lands, sem stofnað var árið, 1947 hafði verið skaðvænlega óöruggt. Enginn einstakur flokkur hafði nokkru sinni haft meirihluta í þjóðþinginu og þannig var stjórn- in á hverjum tíma samsteypustjórn. Flestar stjórnir höfðu aðeins verið við völd í nokkra mánuði. Fjórum mánuðum eftir endurkomu De
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.