Úrval - 01.03.1969, Page 17
VMDEILDASTI STJÓRNMÁLAMAÐUR . . .
15
Gaulles var ný stjórnarskrá sam-
þykkt af 79% kjósenda. Þetta jók
völd forsetans gífurlega. Nú gat
þjóðþingið ekki lengur steypt stjórn
af stóli með. því einu að fella eitt
af lagafrumvörpum hennar; nú
þurftu þau að fara í gegnum ná-
kvæma skoðun með meiriháttar
kosningu. Ennfremur hélt forset-
inn svipu yfir þjóðþinginu, ef það
steypti stjórninni gat hann leyst
það upp og látið fara fram nýjar
kosningar.
Afleiðing stj órnmálafestu þeirr-
ar, sem De Gaulle skapaði var sú,
að hann kom efnahag landsins á
réttan kjöl. Verðbólga hafði geysað
árum saman í landinu, hún bitnaði
aðallega á láglaunafólki, varð til
þess að franskar vörur seldust ekki
á heimsmarkaðnum og leiddi til
óstöðugs greiðslujafnvægis — en
Bretar hafa einmitt átt við þetta
sama vandamál að stríða á síðustu
árum.
Hagfræðlngar og stjórnmálamenn
þekktu leiðina til lausnar á þessu
vandamáli: minnka eyðslu almenn-
ings, hækka skatta, minnka lána-
starfsemi, takmarka kauphækkan-
ir. Þessi aðferð hafði verið reynd,
en engin af fyrri stjórnum hafði
setið nógu lengi við völd til þess
að árangur kæmi í ljós. Með því að
lækka gengi frankans um 17,5 af
hundraði og koma á strangri sparn-
aðarstefnu gerði De Gaulle franska
frankann að einum traustasta gjald-
miðli Vesturlanda.
DÝRT SPAUG
Sigrar De Gaulles eru talsverðir,
en mistökin eru líka álíka mörg.
Sem dæmi mætti nefna utanríkis-
stefnuna. Síðan hann varð forseti
í desember árið 1958 hefur hers-
höfðinginn komið á mjög sjálfstæðri
utanríkisstefnu. Hann hefur gert
Frakkland að kjarnorkuveldi. Fyrst
komu sprengjur, sem varpað er úr
flugvélum, síðan komu langdræg-
ar eldflaugar. Að lokum fengu
Frakkar eigin kjarnorkukafbáta,
sem farið verðux að nota um 1970.
En allt þetta hefur kostað Frakk-
land þúsundir milljóna franka,
sem margir Frakkar álíta að eyða
hefði átt í götur, sjúkrahús og
skóla. Þetta varðar önnur lönd að
því leyti að það hefur aukið stór-
lega kjarnorkukapphlaupið og hina
vaxandi hættu, sem því fylgir, með-
al þjóða heims. Fylgismenn De
Gaulles réttlæta tilveru árásar-
sveitanna á þeim grundvelli að
Bandaríkin verði ef til vill ekki
ávallt reiðubúin til að hætta eigin
öryggi til að verja Vestur-Evrópu
gegn árás Sovétríkjanna. Samt sem
áður halda margir hernaðarsér-
fræðingar því fram, að árásarsveit-
irnar varpi einungis ljóma á Frakk-
land en séu ekki örugg vörn.
Næsta verk De Gaulles var að
segja Frakkland úr her Norður-
Atlantshafsbandalagsins. Ástæðan
var aðallega sú, að ekki sé lengur
grundvöllur fyrir hernaðarskipulagi
NATO. Vestur-Evrópuþjóðir séu
ekki lengur smáar og varnarlausar.
Ennfremur álíta menn að athygli
Rússa beinist nú í svo miklum mæli
að Rauða-Kína, að þeir hafi ekki
lengur hug á að ráðast á Vesturlönd.
Fylgismenn De Gaulles leiða samt
sem áður hjá sér mikilvæga stað-