Úrval - 01.03.1969, Side 17

Úrval - 01.03.1969, Side 17
VMDEILDASTI STJÓRNMÁLAMAÐUR . . . 15 Gaulles var ný stjórnarskrá sam- þykkt af 79% kjósenda. Þetta jók völd forsetans gífurlega. Nú gat þjóðþingið ekki lengur steypt stjórn af stóli með. því einu að fella eitt af lagafrumvörpum hennar; nú þurftu þau að fara í gegnum ná- kvæma skoðun með meiriháttar kosningu. Ennfremur hélt forset- inn svipu yfir þjóðþinginu, ef það steypti stjórninni gat hann leyst það upp og látið fara fram nýjar kosningar. Afleiðing stj órnmálafestu þeirr- ar, sem De Gaulle skapaði var sú, að hann kom efnahag landsins á réttan kjöl. Verðbólga hafði geysað árum saman í landinu, hún bitnaði aðallega á láglaunafólki, varð til þess að franskar vörur seldust ekki á heimsmarkaðnum og leiddi til óstöðugs greiðslujafnvægis — en Bretar hafa einmitt átt við þetta sama vandamál að stríða á síðustu árum. Hagfræðlngar og stjórnmálamenn þekktu leiðina til lausnar á þessu vandamáli: minnka eyðslu almenn- ings, hækka skatta, minnka lána- starfsemi, takmarka kauphækkan- ir. Þessi aðferð hafði verið reynd, en engin af fyrri stjórnum hafði setið nógu lengi við völd til þess að árangur kæmi í ljós. Með því að lækka gengi frankans um 17,5 af hundraði og koma á strangri sparn- aðarstefnu gerði De Gaulle franska frankann að einum traustasta gjald- miðli Vesturlanda. DÝRT SPAUG Sigrar De Gaulles eru talsverðir, en mistökin eru líka álíka mörg. Sem dæmi mætti nefna utanríkis- stefnuna. Síðan hann varð forseti í desember árið 1958 hefur hers- höfðinginn komið á mjög sjálfstæðri utanríkisstefnu. Hann hefur gert Frakkland að kjarnorkuveldi. Fyrst komu sprengjur, sem varpað er úr flugvélum, síðan komu langdræg- ar eldflaugar. Að lokum fengu Frakkar eigin kjarnorkukafbáta, sem farið verðux að nota um 1970. En allt þetta hefur kostað Frakk- land þúsundir milljóna franka, sem margir Frakkar álíta að eyða hefði átt í götur, sjúkrahús og skóla. Þetta varðar önnur lönd að því leyti að það hefur aukið stór- lega kjarnorkukapphlaupið og hina vaxandi hættu, sem því fylgir, með- al þjóða heims. Fylgismenn De Gaulles réttlæta tilveru árásar- sveitanna á þeim grundvelli að Bandaríkin verði ef til vill ekki ávallt reiðubúin til að hætta eigin öryggi til að verja Vestur-Evrópu gegn árás Sovétríkjanna. Samt sem áður halda margir hernaðarsér- fræðingar því fram, að árásarsveit- irnar varpi einungis ljóma á Frakk- land en séu ekki örugg vörn. Næsta verk De Gaulles var að segja Frakkland úr her Norður- Atlantshafsbandalagsins. Ástæðan var aðallega sú, að ekki sé lengur grundvöllur fyrir hernaðarskipulagi NATO. Vestur-Evrópuþjóðir séu ekki lengur smáar og varnarlausar. Ennfremur álíta menn að athygli Rússa beinist nú í svo miklum mæli að Rauða-Kína, að þeir hafi ekki lengur hug á að ráðast á Vesturlönd. Fylgismenn De Gaulles leiða samt sem áður hjá sér mikilvæga stað-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.