Úrval - 01.03.1969, Side 19
UMDEILDASTI STJÓRNMÁLAMAÐUR . . .
17
stefnu De Gaulles, er að honum
hefur mjög oft mistekizt. Hann hef-
ur að vísu aflað Frakklandi frjálsr-
ar utanríkisstefnu, en það er líka
allt og sumt. Hann undirritaði
samning um tvíhliða samstarf við
Þýzkaland, en honum tókst ekki að
koma í veg fyrir bandarísk áhrif.
Hann hefur unnið að sameiningu
Austur- og Vestur-Evrópu, og hef-
ur látið í ljósi stórkostlegan draum
sinn um sameiningu Evrópu frá
„Atlantshafi til Úralfjalla“. En hann
hefur setið við orðin tóm.
Jafnvel tryggum fylgismönnum
sínum til mikillar undrunar stóð
hann í júní síðastliðnum uppi á
svölum í Montreal og hrópaði slag-
orð aðskilnaðarstefnunnar: „Lengi
lifi frjálst Quebec!“ Þetta ótrúlega
ábyrgðarleysi neyddi hann til að
binda endi á kurteisisheimsókn
sína til Kanada.
Árið 1964 viðurkenndi hann
Rauða-Kína, en hann hagnaðist
lítið á því viðskiptalega, og ekki
hefur hann haft nein sjáanleg áhrif
á utanríkisstefnu Kína. Þegar árið
1963 lýsti hann yfir hlutleysi í mál-
um Suður-Vietnam og um tíma
héldu margir stjórnarerindrekar
að hann yrði dag nokkurn góður
milligöngumaður í deilunni. Þess í
stað hefur hann fordæmt stefnu
Bandaríkjanna æ meir, þannig að
hann, að lokum, virtist vera ákaf-
ur stuðningsmaður Hanoi.
í innanríkismálum hafa yfirráð
De Gaulles í stjórnmálunum leitt til
slæmrar þróunar: í fyrsta skipti í
nær tvo áratugi hefur franski
kommúnistaflokkurinn sameinazt
stjórnmálastefnu þjóðarinnar.
Ástæðan er sú að stjórnarandstöðu-
flokkarnir þurfa á stuðningi komm-
únistaflokksins að halda ef þeir eiga
að fá nokkurt tækifæri til að fella
hershöfðingjann. Menn verða æ
andsnúnari De Gaulle og Jacques
Fauvet, sem er einn fremsti stjórn-
málafréttaritarinn, kemst þannig að
orði: „í Frakklandi er erfitt að
vera bæði á móti De Gaulle og
kommúnisma".
Enda þótt De Gaulle hafi fært
Frakklandi fjárhagsöryggi er þó
skattakerfið ósanngjarnt. Gatnagerð
og byggingarmál eru á eftir tíman-
um. Skólar og háskólar eru yfirfull-
ir. Landið þarfnast fleiri lækna og
hjúkrunarkvenna og sjúkrarúm
vantar. Þessi veraldlegu vandamál
raska ekki ró hershöfðingjans.
í forsetakosningunum 1965, bauð
Franqois Mitterand sig fram á móti
De Gaulle, og var hann studdur af
öllum vinstriflokkunum. Tókst De
Gaulle ekki að fá meirihluta í fyrstu
umferð, en í þeirri næstu fékk hann
aðeins 55% meirihluta. Fyrir hers-
höfðingjann var þetta mikil aftur-
för, því áður fyrr naut hann mjög
mikils stuðnings. í þingkosningun-
um fyrir ári síðan, unnu kommún-
---------------------------------Á
De Gaulle hefur nú stjórn-
að Frakklandi í röskan
Aratug, óbilgjarn og óút-
reiknanlegur. I þessari
grein reynir Irwin Ross að
vega og meta kosti og galla
stjórnarstefnu lians.
v________________________________)