Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 23

Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 23
GETURÐU ÞAGAÐ YFIR LEYNDARMÁLI 21 rétta, þegar um viðkvæm mál er að ræða. Fyrir nokkrum árum var ég við bandarísku kafbátastöðina í Groton, til að afla mér efnis í skáldsögu um kjarnorkukafbáta. Þá sagði einn skipherrann, sem nýkominn var úr eftirlitsferð, mér óvenjulega sögu. Skömmu eftir að kafbátur hans var lagður af stað í ferðina, sem átti að taka 60 daga, var honum sagt að einn af hásetunum ætti von á barni, og byggist þá og þegar við fréttum gegnum loftskeytastöðina. Slík skilaboð voru alltaf sýnd skipherr- anum áður en viðkomandi fékk þau í hendur. Svo kom sú sorglega frétt að kona hásetans hafði dáið af barnsförum. Skipherrann tók við skilaboðunum, enginn annar um borð vissi hvað skeð hafði. ,,Ég hugsaði um þetta fram og aftur,“ sagði skipherrann. „Svo kallaði ég manninn fyrir mig, og sagði honum að bæði móður og barni liði vel.“ Mér fannst skýring skipherrans mjög skynsamleg: „Ég var ekki viss um að maðurinn væri fær um að standast þessa raun, ég var hrædd- ur, bæði um sálarástand hans og starf. Hann þurfti að sinna vanda- sömu verki, hann var einn af þeim sem áttu að passa köfunartækin. Mér bar fyrst og fremst skylda til að hugsa um öryggi skipsins og áhafn- arinnar. Það var auðvitað hræðileg raun að búa yfir þessu leyndarmáli. í hvert sinn sem mér var litið á manninn, var það rétt svo að ég gæti stillt mig um að segja honum sann- leikann. Þegar við nálguðumst heimahöfn, sagði ég honum frá þessu, og hann lagði á mig hatur fyrir framkomu mína. En síðar sagði hann mér að hann væri búinn að hugsa málið og að hann skildi að- stöðu mína.“ Mér fannst þetta skynsamleg var- úð. Skipherrann gerði það sama og félagsráðgjafinn, — hugsaði málið vandlega og afleiðingar þess. Önnur regla í meðferð leyndar- mála, — og líklega sú erfiðasta, er að setja sér það að steinþegja, þegar þú ert í æstu skapi. Þá er hollt að hugsa til arabiska málsháttarins sem segir: „Leyndarmál verður þræll þinn, ef þú þegir yfir því, en herra þinn, ef þú segir það öðrum.“ Vinur minn, sem er lögfræðingur, sagði mér frá leiðindaatburði í fjöl- skyldu hans, sem nærri hafði orðið að málaferlum. Þegar afi hans lézt, lét hann barnabörnum sínum eftir einhverjar eignir. Þegar búið var að koma eignunum í peninga kom að því að það átti að skipta arfinum. Þá viðurkenndi Georg, sem var son- ur gamla mannsins og skiptaráðandi, að hann hefði eytt peningunum, sett þá í fyrirtæki, til að margfalda þá, en tapað öllu. Fjölskyldan hélt þá mjög stormasaman fund, þar sem svo var ákveðið að draga Georg fyr- ir lög og dóm, fyrir glæpsamlega meðferð þess fjár, sem honum var trúað fyrir. Að lokum sneri fjöl- skyldan sér til vinar míns, sem var lögfræðingur þeirra, og spurði um álit hans. „Ég sagðist skilja reiði þeirra," sagði vinur minn. „En ég spurði þau hvort þeim fyndust þetta ekki nokk- uð róttækar aðgerðir, og of dýru verði keyptar. Ef Georg yrði stefnt, yrði það til skammar og eingöngu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.