Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 23
GETURÐU ÞAGAÐ YFIR LEYNDARMÁLI
21
rétta, þegar um viðkvæm mál er
að ræða.
Fyrir nokkrum árum var ég við
bandarísku kafbátastöðina í Groton,
til að afla mér efnis í skáldsögu um
kjarnorkukafbáta. Þá sagði einn
skipherrann, sem nýkominn var úr
eftirlitsferð, mér óvenjulega sögu.
Skömmu eftir að kafbátur hans
var lagður af stað í ferðina, sem átti
að taka 60 daga, var honum sagt að
einn af hásetunum ætti von á barni,
og byggist þá og þegar við fréttum
gegnum loftskeytastöðina. Slík
skilaboð voru alltaf sýnd skipherr-
anum áður en viðkomandi fékk þau
í hendur. Svo kom sú sorglega frétt
að kona hásetans hafði dáið af
barnsförum. Skipherrann tók við
skilaboðunum, enginn annar um
borð vissi hvað skeð hafði. ,,Ég
hugsaði um þetta fram og aftur,“
sagði skipherrann. „Svo kallaði ég
manninn fyrir mig, og sagði honum
að bæði móður og barni liði vel.“
Mér fannst skýring skipherrans
mjög skynsamleg: „Ég var ekki viss
um að maðurinn væri fær um að
standast þessa raun, ég var hrædd-
ur, bæði um sálarástand hans og
starf. Hann þurfti að sinna vanda-
sömu verki, hann var einn af þeim
sem áttu að passa köfunartækin. Mér
bar fyrst og fremst skylda til að
hugsa um öryggi skipsins og áhafn-
arinnar. Það var auðvitað hræðileg
raun að búa yfir þessu leyndarmáli.
í hvert sinn sem mér var litið á
manninn, var það rétt svo að ég gæti
stillt mig um að segja honum sann-
leikann. Þegar við nálguðumst
heimahöfn, sagði ég honum frá
þessu, og hann lagði á mig hatur
fyrir framkomu mína. En síðar sagði
hann mér að hann væri búinn að
hugsa málið og að hann skildi að-
stöðu mína.“
Mér fannst þetta skynsamleg var-
úð. Skipherrann gerði það sama og
félagsráðgjafinn, — hugsaði málið
vandlega og afleiðingar þess.
Önnur regla í meðferð leyndar-
mála, — og líklega sú erfiðasta, er
að setja sér það að steinþegja, þegar
þú ert í æstu skapi. Þá er hollt að
hugsa til arabiska málsháttarins sem
segir: „Leyndarmál verður þræll
þinn, ef þú þegir yfir því, en herra
þinn, ef þú segir það öðrum.“
Vinur minn, sem er lögfræðingur,
sagði mér frá leiðindaatburði í fjöl-
skyldu hans, sem nærri hafði orðið
að málaferlum. Þegar afi hans lézt,
lét hann barnabörnum sínum eftir
einhverjar eignir. Þegar búið var að
koma eignunum í peninga kom að
því að það átti að skipta arfinum.
Þá viðurkenndi Georg, sem var son-
ur gamla mannsins og skiptaráðandi,
að hann hefði eytt peningunum, sett
þá í fyrirtæki, til að margfalda þá,
en tapað öllu. Fjölskyldan hélt þá
mjög stormasaman fund, þar sem
svo var ákveðið að draga Georg fyr-
ir lög og dóm, fyrir glæpsamlega
meðferð þess fjár, sem honum var
trúað fyrir. Að lokum sneri fjöl-
skyldan sér til vinar míns, sem var
lögfræðingur þeirra, og spurði um
álit hans.
„Ég sagðist skilja reiði þeirra,"
sagði vinur minn. „En ég spurði þau
hvort þeim fyndust þetta ekki nokk-
uð róttækar aðgerðir, og of dýru
verði keyptar. Ef Georg yrði stefnt,
yrði það til skammar og eingöngu