Úrval - 01.03.1969, Side 26

Úrval - 01.03.1969, Side 26
24 ÚRVAL — og líka á kvikmyndatjaldinu, fái ég heppilegt hlutverk.“ Hvers vegna leggur hann svona mikið á sig, maður á svo háum aldri? Helmingi yngri menn gætu fengið sig fullsadda á annarri eins elju. En hann heldur ekki áfram störfum sínum peninganna vegna að minnsta kosti. Þegar hann stóð á hátindi frægð- ar sinnar sem kvikmyndaleikari í Hollywood, skiptu árstekjur hans mörgum milljónum króna. Á hinu glæsilega heimili hans fyrir utan París blasa við á veggjunum hvert dýrindis málverkið eftir annað eft- ir málara eins og Cézanne, Renoir, Utrillo og Vlaminck. Ekki þarf Maurice Chevalier heldur að sækjast eftir frægð elleg- ar virðingu. Hann hefur áratugum saman verið vel þekktur í fjölmörg- um löndum sem sérstakur persónu- leiki og skemmtikraftur. Að líkind- um hefur hann komið oftar fram fyrir fullu húsi aðdáenda en nokk- ur annar leiksviðsmaður. Sæmdur hefur hann verið ýmsum heiðurs- merkjum og sýnd hverskonar virð- ing. En hver er ástæðan til þess, að Maurice dregur sig ekki í hlé eftir langt og vel heppnað ævistarf? Sjálfur hefur hann svarað þeirri spurningu með að segja, að sá, sem snúi baki við vinnunni, horfi beint í augun á dauðanum. Aðeins einu sinni á ævinni hef- ur hann glatað lífsgleðinni og starfslönguninni: Árið 1922 varð hann fyrir taugaáfalli, sem leiddi til sjálfsmorðshugrenninga. En hann sá að sér, og til að safna kjarki til að standa á ný á leiksviði frammi fyrir Parísarbúum þvingaði hann sig kvöld eftir kvöld til að skemmta í fámennum sveita-bæjum. Loks áræddi hann að halda til höfuð- borgarinnar, og þar vann hann mik- inn persónulegan sigur. Enn í dag getur hent sig, að hann verði gripinn leiksviðsskrekk, en þá tilfinningu yfirvinnur hann með því að leiða hugann að hinu löngu liðna þunglyndistímabili. Að baki hinnar ótrúlegu atorku Maurice liggur óseðjandi þörf til að nema og fræðast. Skólaganga hans var ekki löng, en hann hefur bætt það upp með sífelldri þekkingar- leit. Þegar gamall vinur hans einn, leikarinn Charles Boyer, benti hon- um á, hversu mikinn fróðleik mætti afla sér með bóklestri, þá hóf Maurice að lesa bækur fyrir alvöru, og smátt og smátt eignaðist hann hið ágætasta bókasafn. Lestraráhugi hans olli því, að hann varð líka gripinn löngun til að skrifa. Þegar við heimsóttum hann morgun einn til heimilis hans á Beverly-hæðum við Hollywood, komum við að honum í rúminu. Var hann með skrifblokk á hnján- um og að venju brosti hann töfr- andi. Frá því árla um morguninn hafði hann unað við að rita hug- leiðingar sínar um lífið og tilver- una. í fyrstu skrifaði hann ekki fyrir aðra en sjálfan sig, því skriftirnar léttu á hjarta hans og veittu and- legri starfsorku hans útrás. En að því kom, að þekktur franskur út- gefandi taldi hann á að safna sam-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.