Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 26
24
ÚRVAL
— og líka á kvikmyndatjaldinu,
fái ég heppilegt hlutverk.“
Hvers vegna leggur hann svona
mikið á sig, maður á svo háum
aldri? Helmingi yngri menn gætu
fengið sig fullsadda á annarri eins
elju. En hann heldur ekki áfram
störfum sínum peninganna vegna að
minnsta kosti.
Þegar hann stóð á hátindi frægð-
ar sinnar sem kvikmyndaleikari í
Hollywood, skiptu árstekjur hans
mörgum milljónum króna. Á hinu
glæsilega heimili hans fyrir utan
París blasa við á veggjunum hvert
dýrindis málverkið eftir annað eft-
ir málara eins og Cézanne, Renoir,
Utrillo og Vlaminck.
Ekki þarf Maurice Chevalier
heldur að sækjast eftir frægð elleg-
ar virðingu. Hann hefur áratugum
saman verið vel þekktur í fjölmörg-
um löndum sem sérstakur persónu-
leiki og skemmtikraftur. Að líkind-
um hefur hann komið oftar fram
fyrir fullu húsi aðdáenda en nokk-
ur annar leiksviðsmaður. Sæmdur
hefur hann verið ýmsum heiðurs-
merkjum og sýnd hverskonar virð-
ing.
En hver er ástæðan til þess, að
Maurice dregur sig ekki í hlé eftir
langt og vel heppnað ævistarf?
Sjálfur hefur hann svarað þeirri
spurningu með að segja, að sá, sem
snúi baki við vinnunni, horfi beint
í augun á dauðanum.
Aðeins einu sinni á ævinni hef-
ur hann glatað lífsgleðinni og
starfslönguninni: Árið 1922 varð
hann fyrir taugaáfalli, sem leiddi til
sjálfsmorðshugrenninga. En hann
sá að sér, og til að safna kjarki til
að standa á ný á leiksviði frammi
fyrir Parísarbúum þvingaði hann
sig kvöld eftir kvöld til að skemmta
í fámennum sveita-bæjum. Loks
áræddi hann að halda til höfuð-
borgarinnar, og þar vann hann mik-
inn persónulegan sigur.
Enn í dag getur hent sig, að hann
verði gripinn leiksviðsskrekk, en þá
tilfinningu yfirvinnur hann með
því að leiða hugann að hinu löngu
liðna þunglyndistímabili.
Að baki hinnar ótrúlegu atorku
Maurice liggur óseðjandi þörf til að
nema og fræðast. Skólaganga hans
var ekki löng, en hann hefur bætt
það upp með sífelldri þekkingar-
leit. Þegar gamall vinur hans einn,
leikarinn Charles Boyer, benti hon-
um á, hversu mikinn fróðleik mætti
afla sér með bóklestri, þá hóf
Maurice að lesa bækur fyrir alvöru,
og smátt og smátt eignaðist hann
hið ágætasta bókasafn.
Lestraráhugi hans olli því, að
hann varð líka gripinn löngun til að
skrifa. Þegar við heimsóttum hann
morgun einn til heimilis hans á
Beverly-hæðum við Hollywood,
komum við að honum í rúminu.
Var hann með skrifblokk á hnján-
um og að venju brosti hann töfr-
andi. Frá því árla um morguninn
hafði hann unað við að rita hug-
leiðingar sínar um lífið og tilver-
una.
í fyrstu skrifaði hann ekki fyrir
aðra en sjálfan sig, því skriftirnar
léttu á hjarta hans og veittu and-
legri starfsorku hans útrás. En að
því kom, að þekktur franskur út-
gefandi taldi hann á að safna sam-