Úrval - 01.03.1969, Blaðsíða 27
ÁTTRÆÐUR OG ENN í FULLU FJÖRI
25
an „hugleiöingum“ sínum og fá þær
gefnar út á prenti.
Bókin sá dagsins ljós; hún fékk
góða dóma og seldist vel. Fleiri
bækur komu á eftir. Sú síðasta
heitir „80 Berges“, og þar segir
Maurice meðal annars: „Aldrei hef
ég litið á mig sem rithöfund. Ég
hef ekki upp á annað að bjóða en
hreinskilni mína. Skriftirnar hafa
hjálpað mér til að, finna sjálfan mig.
Og hver veit nema hinar opinskáu
játningar mínar geti orðið til þess,
að einhverjir aðrir eigi auðveldara
en áður með að meta það góða í
tilverunni.“
Maurice leggur sig fram um að
læra eitthvað af hverjum þeim,
sem hann umgengst. Gestir þeir,
sem hann býður til snæðings með,
sér, eru úr ýmsum þjóðfélagsstétt-
um. Hann er mikill kaffineytandi,
og kaffikannan hans er stór og
margbrotin; er nánast vél, eins og
þær, sem við sjáum í veitingahús-
unum. Þegar gestirnir skola niður
hverjum kaffibollanum eftir ann-
an, er húsráðandanum skemmt og
aldrei tekst honum betur en þá að
halda uppi skemmtilegum samræð-
um.
Afstaða hans til ellinnar er
beggja blands, því einn daginn seg-
ir hann sem svo: „Þar sem maður
hefur ekki vald yfir tímanum, er
bezt að sleppa alveg að ergja sig
yfir, hvað hann líður stundum
hratt.“ En svo á hann líka til að
segja: „Ef maður fylgist ekki með
tímanum og því sem lífið hefur
upp á að bjóða, þá er manni ofauk-
ið í tilverunni."
Enska leikkonan Hermione Gin-
gold, sem söng með Maurice dúett-
inn skemmtilega í kvikmyndinni
„Gigi“, gleymir ekki morgninum,
þegar hún birtist í leiksalnum
klukkan sex, klædd gömlum síð-
buxum og ópúðruð í framan. En þá
var Maurice þegar mættur, óað-
finnanlega klæddur og meira að
segja með blóm í hnappagatinu!
„Maurice Chevalier getur kennt
öllum, sem farnir eru að reskjast,
hvernig maður á að eldast fallega",
segir ungfrú Gingold.
Þegar Maurice eitt sinn gekk að
tjaldabaki í leikhúsi til að, heilsa
upp á Phil Silvers, varð honum
starsýnt á snotrar kórstúlkurnar og
andvarpaði: „Bara að ég væri tutt-
ugu árum eldri!“
Silvers spurði forviða: „Meinarðu
ekki tuttugu árum yngri?“
„Nei,“ anzaði Maurice, sem þá
var á sjötugasta og fjórða aldurs-
ári. „Ef ég væri tuttugu árum eldri,
mundu stúlkurnar ekki trufla mig
eins mikið og þær gera nú!“
Gagnstætt mörgum öðrum lista-
mönnum, sem langt hafa komizt,
hefur Maurice aldrei sýnt almenn-
ingi lítilsvirðingu eða hroka. Þegar
hann er heima í Marnes-la-C'o-
------------------------------ A
„Lífið er slagur“, sagði
Maunce Chevalier á blaða-
mannafundi í tvlefni af 79
ára afmceli sínu. „Það ei
gaman að hafa staðið aj
sér 79 lotur, án þess að
verða meint af!“
V_______________________________)