Úrval - 01.03.1969, Side 28

Úrval - 01.03.1969, Side 28
26 ÚRVAL quette, ekur hann á hverjum morgni til Parísar, leggur bílnum og geng- ur um á götunum í borginni, sem hann ber svo hlýjar tilfinningar til. Hann gefur sér tíma til að masa við ýmsa roskna borgara, sem hann hefur aldrei þekkt, en þeir kannast vel við hann. Hann gleymir sjaldr.ast þeim, sem hann hefur átt eitthvert sam- starf við um ævina. Aldrei er hann í það miklum önnum, að hann geti ekki gefið sér tíma til að neyta há- degisverðar með rosknu fólki úr hinu fátæka hverfi Parísar, Ménil- montant, en þar fæddist hann árið 1888, sama árið og Eiffelturninn var reistur. En segja má, að Maurice sé tákn Parísarborgar engu síður en þessi frægi turn. Við hittum Maurice í fyrsta sinn fyrir rúmum tíu árum; til stóð, að við ættum við hann samtal á sveita- setri hans, sem hann hefur nefnt „La Lousue“, en það er gælunafnið á mömmu hans. Við ókum upp óvenjulegan, mjóan malarstíg og hemluðum snarlega, er Maurice birtist skyndilega til að taka á móti okkur. Eftir tveggja stunda þægilegt samtal fylgdi hann okkur aftur til bílsins, og þá varð honum að orði, kankvís á svipinn: „Þegar þið komið aftur á morgun, ættuð þið að prófa akbrautina upp að hús- inu. Hún er þarna hinum megin við hornið og er talsvert greiðfærari en gangstígurinn!“ Þetta voru fyrstu kynni okkar af hinum mannlega, hlýlega Maurice Chevalier, sem átt hefur svo auð- veldan aðgang að hjörtum fólksins. Það er sama, hvað áhorfendasalur- inn er stór, þar sem hann kemur fram, ævinlega tekst honum auð- veldlega að brúa bilið milli sín og viðstaddra. Maurice var þegar orðin fræg stjarna í Frakklandi, þegar hann árið 1928 hleypti heimdraganum til Hollywood, kvikmyndaborgarinnar miklu, í von um, að ná árangri þar. í fyrstu kvikmynd sinni „París, París“ söng hann lagið ,,Louise“, og þar með var heillabraut hans mörkuð! Á örskammri stund varð fransmaðurinn með framdregnu, kýmilegu neðrivörina heimsfrægur. Maurice tók sér ferð á hendur frá Hollywood til Evrópu í þeim til- gangi að prófa sig áfram með nýja aðferð sem skemmtikraftur: að skemmta einn á sviðinu (one-man- show). Hann treysti á sjálfan sig, var sannfærður um, að hann gæti haldið athygli samkomugesta vak- andi, þótt hann væri allan tímann einn á sviðinu. En síðari heimstyrjöldin kom í veg fyrir áform hans. Þegar friður loks komst á, einsetti hann sér að taka á ný upp þráðinn. En vinir hans aðvöruðu hann og sögðu: „Að vera á sviðinu aleinn í hálfan ann- an tíma án þess að hafa nokkuð til aðstoðar annað en flygil! Það verð- ur ekki annað en kollsteypa hjá þér.“ En vinir hans höfðu ekki rétt fyrir sér í þessu. Undirtektirnar í Cannes og Lyon voru afburðagóðar. Og eftir að hafa endurtekið sömu dagskrá í Hollywood var Billy Wilder ieiðbeinandi einn af hinum mörgu aðdáendum, sem ruddust
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.