Úrval - 01.03.1969, Page 29

Úrval - 01.03.1969, Page 29
ÁTTRÆÐUR OG ENN í FULLU FJÖRI 27 að búningsklefanum eftir að tjald- ið féll í sýningarlok. Og Billy vildi ekki eingöngu óska honum til ham- ingju með árangurinn, heldur ráða hann til sín. Skömmu síðar hófst Maurice handa ásamt þeim Cary Cooper og Andrey Hepurn við upp- tökur á gleðileiknum „Ariane". í samkvæmi einu nokkru seinna lét leikkona ein svo ummælt í eyru Maurice, að það væri synd, að láta svona fallegan mann leika föður- hlutverk. En Maurice brosti breitt og svaraði: „Ég er þakklátur fyrir, að ég skuli ekki hafa verið látinn leika afa!“ Hann hófst nú handa um að vinna sig upp á ný í Hollywood af sömu alvörunni og sjálfsaganum og áð- ur. í kvikmynd Joshua Logans, „Fanny“, vann hann einn sinn bezta leiksigur í hlutverki Panessi, og litlu munaði, að hann fengi verð- laun fyrir það hlutverk. Logan leikstjóri var mjög hrif- inn af samvinnunni við Maurice. Margir leikarar verða upp með sér, ef ekki þarf að mynda sama leikatr- iði þeirra nema sjaldan, en Maurice sagði undir eins við Logan: „Þótt ég eigi oft létt með að finna rétta tón- inn, er ekki þar með sagt, að allt sé í lagi eftir tvær eða þrjár tilraun- ir. Ég hef ekkert á móti því að reyna að fá fram það bezta. Haltu mér því við efnið og láttu mig ekki komast upp með neina yfirborðs- mennsku. Hjálpaðu mér til að kafa dýpra og leggja mig meira fram.“ Tónsmiðurinn Rodgers, sem ásamt Lorenz Hart samdi lögin í þátt Maurice „Prins í einn dag“, sagði nýlega: „Það, sem prýðir Maurice mest, er heiðarleiki hans og hrein- skilni. Þegar hann snýr sér að ein- hverju, gerir hann það af lífi og sál. Og þegar maður sér árangurinn, er auðvelt að skilja, hvers vegna öllum er hlýtt til hans.“ Þótt Maurice Chevalier hafi æv- inlega fengið orð fyrir að vera um- hugað um klæðaburð sinn, er hann laus við allt pjatt og hégómaskap. Hann er oftar líkur barni en heims- borgara. Þegar hann síðastliðið haust skemmti í borginni Kansas City í Bandaríkjunum, heimsótti hann í leiðinni Truman, fyrrverandi forseta. Eftir viku hittumst við í New York, og andlit hans ljómaði af gleði og undrun, er hann sagði: „Getið þið hugsað ykkur, — hann tók á móti mér eins og ég væri mikilmenni!“ Eitt sinn var Maurice boðið að dvelja daglangt í ævintýraumhverf- inu Disneyland, en hann undi þar yfir heila helgi og gladdist eins og barn yfir þessum „óasa í veröld, sem stendur í báli“, eins og hann orðaði það. Þessháttar einlægni í fari hans gera viðtölin við hann skemmtileg og óþvinguð. Þegar blaðamaður spurði hann eitt sinn, hvort tennur hans væru hans eigin, svaraði Maurice bros- andi: „Ef þér rekizt einhverntíma á 78 ára gamlan mann, sem hefur allar tennurnar í lagi, þá megið þér skila hamingjuóskum til hans frá mér.“ Á sinni löngu ævi hefur Maurice mátt þola erfiða kafla, en bros hans og léttleiki hefur ævinlega sigrað erfiðleikana: í fyrri heimstyrjöld- inni fékk hann að dúsa í þýzku
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.