Úrval - 01.03.1969, Blaðsíða 29
ÁTTRÆÐUR OG ENN í FULLU FJÖRI
27
að búningsklefanum eftir að tjald-
ið féll í sýningarlok. Og Billy vildi
ekki eingöngu óska honum til ham-
ingju með árangurinn, heldur ráða
hann til sín. Skömmu síðar hófst
Maurice handa ásamt þeim Cary
Cooper og Andrey Hepurn við upp-
tökur á gleðileiknum „Ariane".
í samkvæmi einu nokkru seinna
lét leikkona ein svo ummælt í eyru
Maurice, að það væri synd, að láta
svona fallegan mann leika föður-
hlutverk. En Maurice brosti breitt
og svaraði: „Ég er þakklátur fyrir,
að ég skuli ekki hafa verið látinn
leika afa!“
Hann hófst nú handa um að vinna
sig upp á ný í Hollywood af sömu
alvörunni og sjálfsaganum og áð-
ur. í kvikmynd Joshua Logans,
„Fanny“, vann hann einn sinn bezta
leiksigur í hlutverki Panessi, og
litlu munaði, að hann fengi verð-
laun fyrir það hlutverk.
Logan leikstjóri var mjög hrif-
inn af samvinnunni við Maurice.
Margir leikarar verða upp með sér,
ef ekki þarf að mynda sama leikatr-
iði þeirra nema sjaldan, en Maurice
sagði undir eins við Logan: „Þótt ég
eigi oft létt með að finna rétta tón-
inn, er ekki þar með sagt, að allt
sé í lagi eftir tvær eða þrjár tilraun-
ir. Ég hef ekkert á móti því að
reyna að fá fram það bezta. Haltu
mér því við efnið og láttu mig ekki
komast upp með neina yfirborðs-
mennsku. Hjálpaðu mér til að kafa
dýpra og leggja mig meira fram.“
Tónsmiðurinn Rodgers, sem ásamt
Lorenz Hart samdi lögin í þátt
Maurice „Prins í einn dag“, sagði
nýlega: „Það, sem prýðir Maurice
mest, er heiðarleiki hans og hrein-
skilni. Þegar hann snýr sér að ein-
hverju, gerir hann það af lífi og sál.
Og þegar maður sér árangurinn,
er auðvelt að skilja, hvers vegna
öllum er hlýtt til hans.“
Þótt Maurice Chevalier hafi æv-
inlega fengið orð fyrir að vera um-
hugað um klæðaburð sinn, er hann
laus við allt pjatt og hégómaskap.
Hann er oftar líkur barni en heims-
borgara. Þegar hann síðastliðið
haust skemmti í borginni Kansas
City í Bandaríkjunum, heimsótti
hann í leiðinni Truman, fyrrverandi
forseta. Eftir viku hittumst við í
New York, og andlit hans ljómaði
af gleði og undrun, er hann sagði:
„Getið þið hugsað ykkur, — hann
tók á móti mér eins og ég væri
mikilmenni!“
Eitt sinn var Maurice boðið að
dvelja daglangt í ævintýraumhverf-
inu Disneyland, en hann undi þar
yfir heila helgi og gladdist eins og
barn yfir þessum „óasa í veröld,
sem stendur í báli“, eins og hann
orðaði það. Þessháttar einlægni í
fari hans gera viðtölin við hann
skemmtileg og óþvinguð.
Þegar blaðamaður spurði hann
eitt sinn, hvort tennur hans væru
hans eigin, svaraði Maurice bros-
andi: „Ef þér rekizt einhverntíma
á 78 ára gamlan mann, sem hefur
allar tennurnar í lagi, þá megið þér
skila hamingjuóskum til hans frá
mér.“
Á sinni löngu ævi hefur Maurice
mátt þola erfiða kafla, en bros hans
og léttleiki hefur ævinlega sigrað
erfiðleikana: í fyrri heimstyrjöld-
inni fékk hann að dúsa í þýzku