Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 31
Menn þekkja ótal ráð
til að eyðileggja heilbrigðina
og til að rækta sjúkdóma.
En um rœktun og verndun
fullkomin n ar h eilbrigði
vita menn hins vegar
alltoí liiið.
æknavísindum hefir oft
verið legið á hálsi fyr-
ir það, að þau helgi sig
um of rannsóknum á
sjúkdómum en gefi
heilbrigðinni of lítinn gaum. Menn
þekkja ótal ráð til að eyðileggja
heilbrigðina og til að rækta sjúk-
dóma. Um ræktun og verndun full-
kominnar heilbrigði vita menn
hinsvegar alltof lítið. Lykilinn að
lausn þeirrar gátu ætti að vera að
finna hjá fullheilbrigðum mönnum,
dýrum og jurtum.
Enn er hægt að finna heilbrigðar
jurtir og dýr í villtri náttúrunni.
Hinsvegar er leitun að þjóðum, sem
hafa ekki orðið menningarsjúkdóm-
um að bráð, en þeir hafa fylgt í
kjölfar breyttra og nýtízkulegra
lifnaðarhátta. Það hefur oft áður
verið vitnað í Húnzamenn sem
fágætt dæmi um þjóð, er heldur
fast við fornar lífsvenjur og býr
fram á þennan dag við allt að því
fullkomna heilbrigði. En ekki er
Fornar
lífsvenjur
og
fullkomin
heilbrigði
Eftir BJÖRN L. JÓNSSON, lækni.
mér kunnugt nema um einn vísinda-
mann, sem hefir lagt lifnaðarhætti
þessa fólks til grundvallar fyrir
rannsóknum, er virðast sanna, að
hið einstæða heilsufar þjóðarinnar
sé bein afleiðing af lífsháttum henn-
ar.
í ensku tímariti, „Let us Live,“
sem fjallar um heilbrigðismál, er
nýlega sagt frá því, að enskur lækn-
ir, Eugene H. Payne að nafni, hafi
fyrir einum 13 árum skýrt svo frá,
að í Suður-Ameríku hafi hann rek-
izt á nokkur smáþorp eða hópa fólks,
sem bjuggu inni í frumskógum eða
í fjallahéruðum og höfðu lítið sem
ekkert af sjúkdómum að segja.
Þetta var í Bólivíu, Brasilíu, Ekva-
dor og Perú. í næsta nágrenni þess-
ara heilsulinda herja hverskonar
sjúkdómar, svo sem hjartasjúkdóm-
ar, krabbamein, geðsjúkdómar,
tannáta, malaría og ormaveiki. En
þorpsbúar hafa engin mök við um-
heiminn, halda fast við matarvenj-
ur sínar, og sumir virðast jafnvel
Heilbrigt líf —
29