Úrval - 01.03.1969, Síða 41
HEIMANÁMIÐ OG HÚSMÆÐURNAR
39
r— ---------------------------N
Eg hef nokkrum sinnum
haft skoðanakönnun um
það, hve daglegur vinnu-
tími barnanna vœrí langur
með heimanámi. Hefur þá
komið frarn, að vinnutím-
inn hefur reynzt óhóflega
langur, svo að það nálgast
þrældóm.
v_____________________________/
irnir sitja oít í fyrirrúmi, þar til í
óefni er komið. Þarna hafa mæð-
urnar líka brugðizt. Til að bjarga
málinu á síðustu stundu er tekið
það örþrifaráð, að vinna verkefnið
fyrir barnið heldur en að „skila
auðu“.
Það er þó hinn versti kostur. Eg
vona að þetta gerist þó ekki oft, en
mér er kunnugt um það af langri
reynslu, að þetta er býsna algengt.
Sérstaklega er þetta þó allt of al-
gengt með handavinnuverkefni
stúlkna.
Þegar rætt er um hinn stutta
skólatíma barna og unglinga hér á
landi ber því ekki að neita, að hann
hefur sína kosti. En mestur er sá,
að börnin og unglingarnir komast
meira í snertingu við lífið, náttúr-
una og atvinnuvegi þjóðarinnar en
ella. En það er að verða þjóðfélags-
mein, hvað unga fólkið er að slitna
úr tengslum við lífið og veruleik-
ann fyrir utan skólaveggina. Mér
blöskrar stundum, hvað langskóla-
gengið fólk, jafnvel þótt það hafi
ekki komizt lengra en að taka stúd-
entspróf, veit lítið um margt það,
sem er að gerast fyrir utan, um land
sitt og þjóð.
É'g myndi sakna þess þrátt fyrir
allt ef heimanámið hætti og mæð-
urnar hyrfu úr myndinni um skóla-
starfið. Þeirra hlutur hefur verið
góður. En ákaflega misjafn þó, og
líklega er hann alltaf að grennast.
Það er erfitt fyrir þann, sem utan
við stendur að meta hlut mæðranna.
Hann fer svo mikið fram á bak við
tjöldin. En börnin koma með þessa
sögu með sér í skólann, bæði
skemmtilega sögu og lærdómsríka,
en einnig leiðinlega, eftir atvikum.
En einnig söguna um feðurna, sem
hjálpa börnum sínum til við heima-
námið eftir að þeir koma heim úr
vinnuni. Ræða við þau heima, bæði
um námið og annað margt, sem á
góma ber. Ég hef þekkt marga feð-
ur, sem hafa látið sér mjög annt um
nám barna sinna og fylgzt vel með
því. Einna verðmætast er þó þeg-
ar feður ræða við börn sín um það,
sem ekki stendur í skólabókunum.
Ég veit þó um enn fleiri mæður,
sem meðal annars hlýða börnum
sínum yfir það, sem þau áttu að
læra heima, fara yfir reiknings-
dæmi þeirra og skrifbækur o.s.frv.
Þetta voru oft óskólagengnar mæð-
ur, en þær leystu þó sitt verkefni
vel af hendi þrátt fyrir það.
Mér kemur í hug móðirin, sem
átti börn í skóla, sem einnig voru
að læra að leika á píanó. Það var