Úrval - 01.03.1969, Blaðsíða 46
ÚRVAL
sóknir hans hafi aðeins náð til drengja, þá á
það sama við um stúlkur.
Samkvæmt rannsóknum Coopersmith hafa
æskuheimili þeirra ungu manna, sem hafa
orðið öruggir, sjálfstæðir og dugandi menn,
þrennt sameiginlegt. Fyrst og fremst
hafa þeir búið við ástríkt fjölskyldulíf, þar
er ekki átt við kjass og blíðuhót til að sýn-
ast, heldur það ástríki sem sýnir virðingu
og umhyggju fyrir sálarlegri velferð barns-
ins. Þegar barnið finnur að foreldrarnir bera
traust til þess, eru jafnvel hreykin af því,
fær það sjálfsöryggi og veit að það er ein-
hvers virði.
Annað; foreldrar barna, sem hafa mikið
sjálfstraust, eru sjaldan kröfuhörð við þau,
eins og foreldrar þeirra barna sem hafa
minna sjálfstraust. Drengur sem finnur að
foreldrarnir gera miklar kröfur til hans, á
það til að verða órólegur og vansæll. Hann
hefir hvorki reynslu eða þekkingu til að
taka skynsamlegar afstöður, sem sagt ræður
ekki við vandamálin.
Þriðja; það ríkir greinilega lýðræðishugs-
un á heimilum þeirra sem hafa meira sjálfs-
traust. Þar ríkir málfrelsi, skoðanir barnanna
teknar til athugunar, jafnvel þótt þær hafi
ekki við skynsamleg rök að styðjast.
Sem foreldrar höfum við öll okkar tak-
markanir, segir Coopersmith, en flest okkar
geta gert betur.
Eftir því sem hann segir, sýnir barnið, sem
ekki getur skapað sér öryggi, eitt eða fleiri
einkenni, sem bókstaflega hrópa á hjálp.
Hræðsla og feimni: Fyrir skólaaldur er
þetta venjulegt fyrirbrigði, en þarf athugun-
ar við, ef barnið sýnir einkenni hræðslu og
feimni fram yfir sex-sjö ára aldur. Þá er
hætta á að foreldrar geri of mikið, heldur
en of lítið í félagslegu tilliti. Coopersmith
segir að aðgát sé nauðsynleg, þegar lagðar
eru félagslegar skyldur á barnið, og ekki
hyggilegt fyrr en það hefir þroska til þess.