Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 49
ÞAÐ SEM HVERT BARN ÞARFNAST
47
í skóla? Til hvers er það að hafa
hugsjónir og metorðagirnd?
Foreldrar geta varla neitað því
að margt fer úrskeiðis, en að meira
eða minna leyti hefir það verið
þannig frá örófi alda. Barnið verð-
ur að leita trausts, öryggis og ást-
ríkis innan veggja heimilisins, í
skauti fjölskyldunnar. Um leið og
barnið finnur að það er einhvers
metið á heimilinu, fær það líka
traust útávið, og mun hiklaust
ganga út í heiminn og vera með.
Foreldrar mega ekki þröngva börn-
um sínum til framtakssemi út á við,
þeir geta aðeins hvatt þau og leitt
í þá átt sem hugur barnanna leitar.
En sé tekið fram fyrir hendur
þeirra, þótt aðeins sé í smáu til að
byrja með, getur það orðið að gjá
sem erfitt verður að brúa. Faðir
stóð einu sinni andspænis því að
einkasonur hans vildi hætta námi.
Hann brá skjótt við og útvegaði
piltinum atvinnu í kjörbúð. Piltur-
inn fékk mikinn áhuga á verzlunar-
málum, og sá hvers virði menntun-
in er, og fór af frjálsum vilja aftur
í skólann um haustið.
Coopersmith hóf rannsóknir sín-
ar fyrir meira en níu árum, og nú
eru flestir piltarnir hans farnir að
hasla sér völl í heiminum. Þeir sem
eru sjálfstæðari og vegnar yfirleitt
betur, eru ungir menn frá heimil-
um þar sem krafizt var ströngustu
ábyrgðartilfinningar og réttlætis.
Og það er athyglisvert að einmitt
þeir eru í nánu og ástríku sambandi
við fjölskyldur sínar ennþá....
Það er fátt betra en stórkostleg, yfirgengileg skyssa til þess aö draga
að sér hámarksathygli.
John M. Henry.
Unglingarnir hafa ekki breytzt mikið frá því sem þeir voru hérna
áður fyrr. E'nn vaxa þeir úr grasi, yfii'gefa heimiii sín og giftast. Þó
er sá mikli munur, að nú á dögum gera þeir þetta ekki alltaf í þessari röð.
Herbert Miller.
Það virðist vera heimskulegt að vera að safna nokkru vísvitandi, þar
sem hlutirnir virðast safnast fyrir af sjálfu sér án minnstu fyrirhafnar.
Lctdies Home Journal\
Maður, sem hefur tekið einhverri skoðun tveim höndum, mun berjast
af oddi og egg gegn staðreyndunum.
Joseph Also'Pi !
Tölfræðilegar skýrslur og linurit geta ekki komið i stað dómgreind-
arinnar.
Henry Glay.