Úrval - 01.03.1969, Blaðsíða 53

Úrval - 01.03.1969, Blaðsíða 53
EINN FÓTUR, EITT AUGA, EINN SONUR Yið gátum nú hvorki eða vildum borga helmingi meira en um var samið, og fóru svo leikar að dón- inn sneri aftur með okkur. En í bakaleiðinni komum við að Lög- bergi og töfðum þar um stund. Þar voru fyrir liðsforingjar af íslands Falk — reglulega reffilegir og góð- ir menn. Þeir gáfu okkur tvisvar kaffi og með því, tóku af okkur myndir og dönsuðu við okkur. Það voru fínir menn. Þeir gerðu alltaf ,,svona“, ef þeir vildu okkur eitt- hvað. Og um leið bregður Jóhanna hendinni upp að gagnauganu og brosir unggæðislega. En þeir sviku að senda okkur myndirnar eins og þeir lofuðu. Líklega hafa þeir bara gleymt því. Þetta var nú allt og sumt og það eina, sem ég skemmti mér í þau hartnær tuttugu ár sem ég var vinnukona. Minna gat það ekki ver- ið, elskurnar mínar. Og kaupið mitt. Það voru oftast 35 krónur á ári. Af því þurfti ég að sjá fyrir móður minni. Hún lifði og dó á minn kostnað, eftir að ég fór að vinna. Ræðan eftir hana átti að kosta sex krónur samkvæmt taxta. Prestur- inn okkar, sem vissi gjörla um ástæður mínar, bauðst til að selja mér ræðuna fyrir hálfvirði — eða þrjár krónur. En þegar ég borgaði honum stóð svo á, að ég átti aðeins tvo tveggja krónu peninga. Þá sagði hann: Við skulum hafa það svona, Jóhanna mín. Ekki gat hjartað séð af einni krónu. Á krossmessu 1907 réðst ég sem bústýra til búandi lausamanns á Skólavörðustíg. Varð ég fljótt að vinna fyrir húsbónda mínum, því 51 að hann var tímunum saman at- vinnulaus. En þar sem mér þótti vænt um hann, sætti ég mig við þetta og vel það —■ því að ég átti einnig með honum barn. Og til að sjá okkur farborða setti ég upp brauð- og mjólkursölu og stóð þar með barnið á handleggnum allan daginn. Það voru erfiðir dagar. Svo henti mig það óhapp að detta í stiga og meiða mig í hné. Þetta var um haust. Þann vetur allan var ég hölt — og um vorið var ég flutt á Landakotsspítala, sem þá var ný- stofnaður. Þar lá ég í tíu mánuði og kom þaðan heil heilsu — en annar fóturinn minn var höggvinn af um mitt læri. Þá og síðan hef ég hökt um eineyg og einfætt. Sumarið sem ég lá á spítalanum kom húsbóndi minn og barnsfaðir ríðandi vestur í Landakot til að heimsækja mig. Drenghnokkann okkar reiddi hann á hnakknefinu. Nú hafði hann þau gleðitíðindi að færa mér, að hann hefði fengið vinnu uppi í sveit og væri á förum þangað til að vinna fyrir okkur. Kvaddi hann mig síðan með mestu virktum og fór. Seinna frétti ég, að hann mundi hafa farið til Ameríku þá um kvöldið. Síðan hef ég ekki séð hann — og það mun heldur ekki eiga fyrir mér að liggja að sjá framan í andlitið á honum. Hann var maður fríður og glæsilegur, þrátt fyrir allt. Eftir spítalaleguna hafði ég ofan af fyrir mér og drengnum mínum með tauþvottum og þjónustu. Og síðan hef ég þvegið, bætt og stagað föt frá morgni til kvölds í öll þessi ár. Eg hef þjónað ráðherrum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.