Úrval - 01.03.1969, Síða 55
53
Á GISTIHÚSI í Ameríku sátu þrír
menn saman yfir drykkju. Einn var
Norðmaður, annar Svíi og sá þriðji
Dani. Þetta voru allt ölkærir menn
í betra lagi, og þegar fór að svífa
ögn á þá, tóku þeir að deila um
það, hver þessara þriggja þjóða
væri hugrökkust. Að sjálfsögðu hélt
hver með sinni þjóð.
í næsta herbergi sátu nokkrir
Ameríkanar og heyrðu á tal þre-
menninganna. Skyndilega fengu
þeir þá flugu í höfuðið að sann-
prófa, hver þessara þriggja manna
væri hugrakkastur í raun og veru.
Þeir ákváðu á stundinni að. veita
þrenn verðlaun: Sá hugrakkasti
átti að fá 10 dollara, sá næsti 5 og
sá huglausasti átti að fá buxur í
háðungarverðlaun.
Einn af Ameríkumönnunum
hleypur nú eins og byssubrandur
inn í herbergið til Norðurlanda-
búanna með úfið hár og rifna.
skyrtu, kastar á gólfið hlut, sem
líktist í fljótu bragði sprengju og
hrópar:
— Lifi nazisminn!
Um leið og hin ímyndaða sprengja
snerti gólfið, hentist Daninn í dauð-
ans ofboði og skelfingu út um
gluggann. Svíinn reif hins vegar
upp dyrnar á samri stundu og þaut
út í logandi hvelli. En Norðmaður-
inn sat kyrr, fölur mjög.
Ameríkanarnir koma nú inn í
herbergið, segja hvernig í öllu liggi
og fara að deila verðlaununum.
Norðmaðurinn átti auðvitað að fá
10 dollarana, Svíinn 5 dollarana, en
Daninn háðungarverðlaunin, bux-
urnar.
Það lifnaði ofurlítið yfir Norð-
manninum við þennan óvænta heið-
ur, en hann sagði:
— Afsakið, herrar mínir! Daninn
og Svíinn mega skipta á milli sín
peningunum. Ég mundi hins vegar
fúslega þiggja að fá að hafa buxna-
skipti!
— o —
FAÐIRINN missti þolinmæðina,
þegar hann hafði góða stund reynt
árangurslaust að vekja hálffullorð-
inn son sinn. Hann gekk inn í her-
bergið og hrópaði:
— Farðu á lappir, strákur! Þú
verður aldrei að manni, ef þú
nennir ekki einu sinni að skríða
fram úr bælinu. Veiztu hvað Chur-
chill var búinn að afreka á þínum
aldri?
— Nei, það veit ég ekki, svaraði
sonurinn og geispaði. — Hins vegar
veit ég hvað hann afrekaði, þegar
hann var á pínum aldri ....