Úrval - 01.03.1969, Page 58

Úrval - 01.03.1969, Page 58
56 ÚRVAL löguð þrýstiloftsbylgja, sem breið- ist út umhverfis vélina og fyrir aftan hana. Fljúgi vélin í 18 km. hæð, sker bylgjujaðarinn jörðu ca. 50 km. fyrir aftan hana á um það bil 100 km. svæði. Bresturinn er hljóðið, sem þrýsti- loftsbylgjunni fylgir. Flestir álíta að sá brestur sé andartaksfyrirbæri, sem orsakist af því að flugvélin rjúfi hinn svokallaða ,,hljóðmúr“, — svipað og þegar steinn brýtur rúðu. En hann er gnýr þrýstilofts- bylgjunnar, og gnýrinn fylgir vél- inni óslitið á öllum hraða, sem er meiri en hljóðsins. Það er eins og flugvélin dragi þennan gnýsslóða á eftir sér um jörðina, þar sem hún flýgur yfir. í rauninni samanstendur þessi gnýr af tveim brestum. Fyrir fram- an vélina þjappast loftið gífurlega saman, en samtímis myndast nokk- urt lofttóm aftanvert við hana inn- an þrýstiloftskeilunnar. Þegar loft- ið, sem flugvélin ryður frá sér, streymir allt í einu aftur inn í þetta tóm, kveður enn við brestur, en svo skammt á eftir þeim fyrri að þeir renna saman í reginsterk- an, ærandi gný. Vábrestur. Yfirleitt verður gnýr- inn mestur beint aftur undan flug- vélinni, en þar sem þrýstilofts- bylgjan sker yfirborð jarðar á því sem næst 100 km. svæði, fá allir innan þeirra takmarka meiri eða minni skerf af þeirri „skemmtun", sem hinum hljóðfrömu flugvélum fylgir. Gnýrinn er nokkuð mismun- andi að styrkleika, —■ á stundum er hann „einungis" viðlíka og dyna- mitsprenging á næstu grösum. Sennilegt er þó að hin nýja, hljóð- frama risaþota frá Boeing dragi á eftir sér feiknlegri þrumugnýslóða en dæmi eru til og við vissar að- stæður getur af orðið slíkur vá- brestur, að hús hrynji að grunni. Svæðisbundin, veðurfarsleg skil- yrði gera þar sitt til. Mismunandi hitastig, vindar, ský, þoka, ryklög í gufuhvolfinu; allt getur þetta valdið endurkasti á þrýstilofts- bylgjunni eða sveigt hana svo að hún brenglist og slóðasvæðið á jörðu niðri verði óútreikanlegt, al- ger þögn sumstaðar og vábrestir annarsstaðar. Þá getur lágflug, skyndileg stefnubreyting eðahraða- aukning orsakað vábrest. Á flugsýn- ingu, sem efnt var til í sambandi við vígslu á bandarískum flug- skóla í Colorado jók þotuflugmað- ur hraðann í 45 m. hæð. Allar rúð- ur í hinni nýju byggingu sprungu, loftin rifnuðu, glerbrotin þeyttust um allt og særðust 15 manns. Sá vábrestur kostaði 3.750.ooo krónur. Þrýstiloftsbylgjan brenglast meira í heitu lofti en köldu, vegna þess að heitt loft er ókyrrara. Fýrir bragðið verður gnýrinn af hljóð- frömu flugvélunum sterkari eftir því sem líður á daginn, þegar sól- in hefur hitað loftið, heldur en á morgnana, þegar loftið er svalara; sterkari á sumrin en veturna. Landslagið og jarðlagið hefur lika sína þýðingu. Klettar, hús, stein- steypa og malbik endurvarpa hljóð- inu en slétt akurlendi deyfir hávað- ann að miklum mun. Sterkasti brestur, sem enn hefur verið mældur, olli 704 kg. auknum þrýstingi á hvern fermetra; venju-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.