Úrval - 01.03.1969, Side 58
56
ÚRVAL
löguð þrýstiloftsbylgja, sem breið-
ist út umhverfis vélina og fyrir
aftan hana. Fljúgi vélin í 18 km.
hæð, sker bylgjujaðarinn jörðu ca.
50 km. fyrir aftan hana á um það
bil 100 km. svæði.
Bresturinn er hljóðið, sem þrýsti-
loftsbylgjunni fylgir. Flestir álíta
að sá brestur sé andartaksfyrirbæri,
sem orsakist af því að flugvélin
rjúfi hinn svokallaða ,,hljóðmúr“,
— svipað og þegar steinn brýtur
rúðu. En hann er gnýr þrýstilofts-
bylgjunnar, og gnýrinn fylgir vél-
inni óslitið á öllum hraða, sem er
meiri en hljóðsins. Það er eins og
flugvélin dragi þennan gnýsslóða
á eftir sér um jörðina, þar sem
hún flýgur yfir.
í rauninni samanstendur þessi
gnýr af tveim brestum. Fyrir fram-
an vélina þjappast loftið gífurlega
saman, en samtímis myndast nokk-
urt lofttóm aftanvert við hana inn-
an þrýstiloftskeilunnar. Þegar loft-
ið, sem flugvélin ryður frá sér,
streymir allt í einu aftur inn í
þetta tóm, kveður enn við brestur,
en svo skammt á eftir þeim fyrri
að þeir renna saman í reginsterk-
an, ærandi gný.
Vábrestur. Yfirleitt verður gnýr-
inn mestur beint aftur undan flug-
vélinni, en þar sem þrýstilofts-
bylgjan sker yfirborð jarðar á því
sem næst 100 km. svæði, fá allir
innan þeirra takmarka meiri eða
minni skerf af þeirri „skemmtun",
sem hinum hljóðfrömu flugvélum
fylgir. Gnýrinn er nokkuð mismun-
andi að styrkleika, —■ á stundum
er hann „einungis" viðlíka og dyna-
mitsprenging á næstu grösum.
Sennilegt er þó að hin nýja, hljóð-
frama risaþota frá Boeing dragi á
eftir sér feiknlegri þrumugnýslóða
en dæmi eru til og við vissar að-
stæður getur af orðið slíkur vá-
brestur, að hús hrynji að grunni.
Svæðisbundin, veðurfarsleg skil-
yrði gera þar sitt til. Mismunandi
hitastig, vindar, ský, þoka, ryklög
í gufuhvolfinu; allt getur þetta
valdið endurkasti á þrýstilofts-
bylgjunni eða sveigt hana svo að
hún brenglist og slóðasvæðið á
jörðu niðri verði óútreikanlegt, al-
ger þögn sumstaðar og vábrestir
annarsstaðar. Þá getur lágflug,
skyndileg stefnubreyting eðahraða-
aukning orsakað vábrest. Á flugsýn-
ingu, sem efnt var til í sambandi
við vígslu á bandarískum flug-
skóla í Colorado jók þotuflugmað-
ur hraðann í 45 m. hæð. Allar rúð-
ur í hinni nýju byggingu sprungu,
loftin rifnuðu, glerbrotin þeyttust
um allt og særðust 15 manns. Sá
vábrestur kostaði 3.750.ooo krónur.
Þrýstiloftsbylgjan brenglast meira
í heitu lofti en köldu, vegna þess
að heitt loft er ókyrrara. Fýrir
bragðið verður gnýrinn af hljóð-
frömu flugvélunum sterkari eftir
því sem líður á daginn, þegar sól-
in hefur hitað loftið, heldur en á
morgnana, þegar loftið er svalara;
sterkari á sumrin en veturna.
Landslagið og jarðlagið hefur lika
sína þýðingu. Klettar, hús, stein-
steypa og malbik endurvarpa hljóð-
inu en slétt akurlendi deyfir hávað-
ann að miklum mun.
Sterkasti brestur, sem enn hefur
verið mældur, olli 704 kg. auknum
þrýstingi á hvern fermetra; venju-