Úrval - 01.03.1969, Side 66

Úrval - 01.03.1969, Side 66
64 varð að viðurkenna, að „fölsunin“ væri listilega gerð. „Er ekki hægt að koma þessu við á ykkar pappír?“ spurði hann. „Nei,“ svaraði Grant, „á okkar pappír er hægt að sjá, ef einhverjar breytingar eru gerðar á honum.“ Fyrirtæki það, sem Grant vann hjá, fékk pappírspöntun frá hol- lenzka bankanum, eins og til var ætlazt, — og var þetta í fyrsta og síðasta skiptið, er hann kom fram sem verzlunarfulltrúi. „Upp frá þessu varð ég gripinn sterkri ástríðu til að einbeita mér að pappírsrannsóknum með tilliti til falsana,“ segir hann. „Ég einsetti mér að gerast sérfræðingur í þeirri grein.“ Árangurinn af þessum metnaði Júlíusar Grant varð sá, að. smátt og smátt aflaði hann sér svo mikillar vitneskju um pappír, blektegundir og eiginleika þeirra, að margir telja hann snjallasta sérfræðinginn á sviði skjalafalsana, sem um getur. Einn af helztu bankastjórum landsins, lét nýlega svo um mælt: „Eins og viðskiptum nútímans er háttað, verðum við að treysta mjög á hverskonar plögg og pappíra. Þess vegna er kunnátta og hæfni Grants ómetanleg." Ekki er Grant ýkja mikið þekktur hjá yfirvöldunum, en þeim mun meira er ýmsum afbrotamönnum kunnugt um tilvist hans. Þeir bera fyrir honum óttablandna virðingu. Maður einn, sem gerzt hafði sekur um skjalafals, lét hafa eftir sér: „Um leið og ég sá Grant ganga upp í vitnastúkuna, þegar mál mitt var ÚRVAL í meðferð, vissi ég, að spilið var tapað.“ Skrifstofa Grants er í gömlu húsi við Fenchurch-stræti, og gæti það og umhverfið verið úr sögu eftir Dickens. Líklega hefur þarna verið flett ofan af fleiri skuggaverkum en á nokkrum öðrum stað í heim- inum. í næstu herbergjum við skrifstof- una og á hæðinni fyrir ofan eru efnafræðivinnustofur með hinum ágætustu tækjum til að afhjúpa hverskonar falsanir. Þarna er papp- ír þaulrannsakaður, ennfremur blek, vatnsmerki, fingraför, stafagerð rit- véla — og blóð, ef svo ber undir. „Sumir falsarar eru sannkallaðir listamenn á sínu sviði,“ sagði Grant við mig. „Þeir geta stælt næstum hverja einustu rithönd og afmáð skrift af hverskonar seðlum og skjölum, svo næstum ógerlegt er að merkja það. En það er heppilegt fyrir samfélagið, að flestir þessara svikahrappa hafa einkar litla þekk- ingu á efnum þeim, sem þeir nota við iðju sína. Hundruð afbrota- manna af þessu tagi sitja nú bak við lás og slá sökum þess, að þeir notuðu ekki „rétta“ pappírstegund við fölsunina." Grant byrjar ævinlega á að at- huga um pappírstegundina. „Lítil ögn af pappírnum afhjúpar eins mikið og röntgenmynd,“ segir hann. f nóvember 1967 sneru útgefend- ur blaðsins „Sunday Times“ í Lon- don sér til hans með dagbókarblöð, sem sögð voru komin beint frá ein- valdinum ítalska, Mussolini. Vildu þeir fá álit Grants á handriti þessu. Grant lét sér ekki nægja, að rit-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.