Úrval - 01.03.1969, Síða 66
64
varð að viðurkenna, að „fölsunin“
væri listilega gerð.
„Er ekki hægt að koma þessu við
á ykkar pappír?“ spurði hann.
„Nei,“ svaraði Grant, „á okkar
pappír er hægt að sjá, ef einhverjar
breytingar eru gerðar á honum.“
Fyrirtæki það, sem Grant vann
hjá, fékk pappírspöntun frá hol-
lenzka bankanum, eins og til var
ætlazt, — og var þetta í fyrsta og
síðasta skiptið, er hann kom fram
sem verzlunarfulltrúi.
„Upp frá þessu varð ég gripinn
sterkri ástríðu til að einbeita mér
að pappírsrannsóknum með tilliti til
falsana,“ segir hann. „Ég einsetti
mér að gerast sérfræðingur í þeirri
grein.“
Árangurinn af þessum metnaði
Júlíusar Grant varð sá, að. smátt og
smátt aflaði hann sér svo mikillar
vitneskju um pappír, blektegundir
og eiginleika þeirra, að margir telja
hann snjallasta sérfræðinginn á
sviði skjalafalsana, sem um getur.
Einn af helztu bankastjórum
landsins, lét nýlega svo um mælt:
„Eins og viðskiptum nútímans er
háttað, verðum við að treysta mjög
á hverskonar plögg og pappíra. Þess
vegna er kunnátta og hæfni Grants
ómetanleg."
Ekki er Grant ýkja mikið þekktur
hjá yfirvöldunum, en þeim mun
meira er ýmsum afbrotamönnum
kunnugt um tilvist hans. Þeir bera
fyrir honum óttablandna virðingu.
Maður einn, sem gerzt hafði sekur
um skjalafals, lét hafa eftir sér:
„Um leið og ég sá Grant ganga upp
í vitnastúkuna, þegar mál mitt var
ÚRVAL
í meðferð, vissi ég, að spilið var
tapað.“
Skrifstofa Grants er í gömlu húsi
við Fenchurch-stræti, og gæti það
og umhverfið verið úr sögu eftir
Dickens. Líklega hefur þarna verið
flett ofan af fleiri skuggaverkum
en á nokkrum öðrum stað í heim-
inum.
í næstu herbergjum við skrifstof-
una og á hæðinni fyrir ofan eru
efnafræðivinnustofur með hinum
ágætustu tækjum til að afhjúpa
hverskonar falsanir. Þarna er papp-
ír þaulrannsakaður, ennfremur blek,
vatnsmerki, fingraför, stafagerð rit-
véla — og blóð, ef svo ber undir.
„Sumir falsarar eru sannkallaðir
listamenn á sínu sviði,“ sagði Grant
við mig. „Þeir geta stælt næstum
hverja einustu rithönd og afmáð
skrift af hverskonar seðlum og
skjölum, svo næstum ógerlegt er
að merkja það. En það er heppilegt
fyrir samfélagið, að flestir þessara
svikahrappa hafa einkar litla þekk-
ingu á efnum þeim, sem þeir nota
við iðju sína. Hundruð afbrota-
manna af þessu tagi sitja nú bak
við lás og slá sökum þess, að þeir
notuðu ekki „rétta“ pappírstegund
við fölsunina."
Grant byrjar ævinlega á að at-
huga um pappírstegundina. „Lítil
ögn af pappírnum afhjúpar eins
mikið og röntgenmynd,“ segir hann.
f nóvember 1967 sneru útgefend-
ur blaðsins „Sunday Times“ í Lon-
don sér til hans með dagbókarblöð,
sem sögð voru komin beint frá ein-
valdinum ítalska, Mussolini. Vildu
þeir fá álit Grants á handriti þessu.
Grant lét sér ekki nægja, að rit-