Úrval - 01.03.1969, Síða 67

Úrval - 01.03.1969, Síða 67
SÉRFRÆÐINGUR Á SVIÐI SKJALAFALSANA 65 handarsérfræðingarnir kváðust ekki sjá neinn mun á skriftinni og rithönd Mussolinis. Ekki tók hann heldur alvarlega, að sonur Musso- linis fullyrti, að dagbókin væri ó- fölsuð. Það, sem Grant hafði mestan á- huga á varðandi mál þetta, var pappírinn, sem notaður var til rit- verksins. Grant þótti eitthvað at- hugavert við gæðin við fyrstu á- þreifingu. Hann klippti því lítið horn af einu blaðinu og rannsakaði það efnafræðilega. Kom þá í ljós, að í pappírnum var viss tegund af hálmi, — en pappír af þeirri gerð var ekki byrjað að framleiða í ítal- íu árið 1936. Mussolini hlaut því að vera saklaus af að hafa notað slík- an pappír. Á þeirri forsendu dæmdi Grant dagbókina falsaða. Júlíus Grant er nú orðinn 67 ára að aldri, en samt eru ekki mörg grá hár í dökkbrúnu hárinu, og ekkert óeðlilegt hold er á spengi- legum skrokknum. Konan hans full- yrðir, að hún viti ekki um neinn mann, sem vinni meira en hann. Hann afgreiðir að meðaltali fjög- ur mál í viku hverri og gleymir oft- lega tímanum vegna starfsákafans og hættir þá ekki, fyrr en þreytan hefur næstum yfirbugað hann. En um helgar tekur hann sér frí. Fjöl- skyldan hefur eignarétt á lítilli eyju í Temsá, nálægt Windsor-kastalan- um. Þar dvelur hann laugardaga, og sunnudaga, og oftast unir hann sér í einum bátanna sinna, en þeir eru þrír. Grant hefur ritað meira en tylft bóka um falsanir auk hinnar stóru efnafræðilegu orðabókar, sem hann telur vera sitt höfuðverk, og það rit endurskoðar hann stöðugt. Grant hefur leyst úr verkefnum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og yf- irvöld í nálega 85 löndum. Til að mynda verður hvert nýstofnað þjóð- ríki í Afríku að gefa út sína eigin peningaseðla og verðbréf, og þá er oft ráðgazt við Grant. Hann tekur starf sitt það alvarlega, að hann hefur lagt á sig að ferðast um skóg- lendi Indlands og Afríku með það eitt í huga að rannsaka þar tré, sem nota megi í sérstakar pappírsgerðir. Það eitt að sitja í skrifstofu Grants eina dagstund nægir til að sann- færast um álit það, sem hann nýtur hvarvetna. Klukkustundirnar tvær, sem ég var staddur þar, var ekkert hlé á símahringingum til hans. Fyrst var upphringing frá Trinidad, og naumast hafði hann lagt á, fyrr en hringt var frá Sameinuðu þjóðun- um. í báðum tilfellum var beðið um aðstoð hans varðandi pappírsvanda- mál. Þar næst lét einhver í Amsterdam hejrra í sér — spurði hvort hann gæti komið strax með flugvél og aðgætt hvort prentsverta og pappír, sem ætlað var í ríkisskuldabréf, væri öruggt gegn fölsunum. Enn- fremur var hringt frá Súdan og Grant beðinn að koma þangað suð- ureftir og kynna sér, hvort unnt væri að nota stilka baðmullar- plantnanna þar til pappírsfram- leiðslu. „Ég ferðast til útlanda fimm til sex sinnum á ári,“ segir Grant. „Og ég hef ekkert hálfverk á því, þar sem ég hef gaman af þessum ferð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.