Úrval - 01.03.1969, Side 68

Úrval - 01.03.1969, Side 68
66 ÚRVAL um. Á síðasta ári fór ég til sex Af- ríkulanda og fjarlægra Austurlanda og hafði samstarf við ýmsa þjóð- höfðingja og lögregluyfirvöld. Ekki vildi ég skipta á starfi við nokkurn mann.“ Á arinhillu Grants er innramm- aður pappírsmiði, ekki stærri en frí- merki. Ég spurði hann, hvað þetta væri, og hann svaraði, að það væri minjagripur frá sögulegri eftirleit, sem hann hefði tekið að sér fyrir „National Gallery“ (Listasafnið) í London. Safnið hefði keypt mynd eftir Leonardo da Vinci fyrir geysi- háa upphæð. Ekki var að efa, að myndin væri ekta, það hefði verið sannað fyrir mörgum öldum. En einn var sá hlutur, sem bögglaðist fyrir brjósti sérfræðinganna: horn- in á þessari fimm alda gömlu teikn- ingu voru trosnuð og höfðu ein- hverntíma verið lagfærð með litl- um, álímdum pappírssnifsum. En hvert smáatriði varðandi slík heims- fræg listaverk er undir smásjá list- unnenda, og marga fýsti að vita, hvenær viðgerðir þessar hefðu far- ið fram. Grant var spurður ráða. Hann gekk þegar til verks og klippti burt snepil af álímda pappírnum, — og er þar kominn innrammaði miðinn á arinhillunni. Hann rannsakaði miðann und:r sterkum linsum og gat greint línur í vatnsmerki. En það nægði ekki, því ekki reyndist unnt að finna aldur á vatnsmerki þessu, og því varð hann að útvega sér sýnishorn af öðrum pappírum, þar sem vatnsmerkin voru nákvæm- lega tímasett. „Ég grandskoðaði hér um bil fimm þúsund pappírsarkir til að hafa einhvern samanburðar- grundvöll," segir hann. „Loks fann ég það, sem ég var að leita að og gat tilkynnt Listasafninu, að við- gerðin hefði farið fram nálægt ár- inu 1640.“ Við þetta má bæta, að við rannsókn þessa komu í ljós fjöl- mörg vatnsmerki, sem menn höfðu ekki fyrr vitað, að til væru. Grant gerir einnig tilraunir með nýjar aðferðir, sem sakamálalög- reglan getur haft not fyrir. Ein af síðustu uppfinningum hans afhjúp- ar fingraför á venjulegum skrif- pappír. „Þetta var ógerlegt áður,“ útskýrir hann, „vegna þess, að flest- ar pappírstegundir taka ekki við fingraförum undir venjulegum kringumstæðum. En vissar aminó- sýrur á fingurgómunum láta samt eftir sig sín för.“ Hann vildi sýna mér aðferðina og bað mig að rétta sér pappírörk. Eft- ir stutta stund sprautaði hann úr þar til gerðri dós þunnum úða yfir blaðið og setti það síðan í lítinn ofn til þurrkunar. Þegar hann tók það út aftur og sýndi mér, sá ég fingra- för mín greinilega á pappírnum. Þessi aðferð er líka notuð, þegar finna skal fingraför óþekktra bréf- ritara. „Það sem gerir starf Grants svo mikilsvert, er hversu rökviss og hlutlaus hann er,“ segir enski saka- málafræðingurinn Nigel Morland. „Skýrslur hans eru mjög skýrar, gagnorðar og lausar við fordóma." Þetta er ástæðan til, að lögreglan er ekki smeyk við að hafa við hann samstarf. Og þekktur málfærslu- maður hefur sagt við mig: „Þegar ég stend augliti til auglits við kvið-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.