Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 77

Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 77
HINN MIKLI ÖLDUNGUR AFRÍKU 75 miðlaði sem forseti bandalagsins málum í landamæraþrætu Alsírs og Marokkó, og svipuð deila sjálfr- ar Eþíópíu við nágrannaland sitt Sómalíu, var einnig jöfnuð. Banda- lagið hefur stöðuga miðstöð í Addis Abeba, höfuðborg Hailes Selassies, sem þannig er í vissum skilningi orðin höfuðborg Afríku. Þar hefur hinn athafnarsami keisari ákveðið byggingu heimilis fyrir bandalagið — Afríkuhallar. Verður það slíkt dýrðarhús að. annað eins mun ekki finnast í gervallri Afríku, gert með tilstyrk allrar hugsanlegrar ný- tækni. EINA VONIN Það dregur ennþá skugga yfir andlit Haile Selassies, þegar til tals kemur sorgardagur sá á árinu 1936, þegar hann bað Þjóðabandalagið persónulega um hjálp gegn innrás- arher Mussolinis, en hafði ekki ann- að upp úr krafsinu en samúðaryfir- lýsingar. Hann sjálfur og ríki hans voru látin lönd og leið. Þessi bitra reynsla, ásamt fimm ára útlegð í Englandi, hefur gert hann að allt að því ofstækisfullum baráttumanni fyrir sameiginlegu öryggi þjóða. „í því er hreinlega fólgin eina von mannkynsins, sérstaklega þó smá- þjóða,“ segir hann. Og þetta kemur frá hjartanu. 1950 sendi hann tafarlaust eþíópska úrvalshersveit til stuðnings liði Sameinuðu þjóðanna í Kóreu, og urðu hermenn hans þar frægir af sinni framgöngu. 1960, þegar allt ætlaði af göflunum að ganga í Kongó, var hann flestum þjóðhöfð- ingjum örlátari á lið við sömu al- heimssamtök. Um hríð var Eþíópi yfirmaður allra hersveita Samein- uðu þjóðanna í Kongó. Og hvar flóð, hungursneyð og jarðskjálftar valda fólki skelfingum, er keisarinn fljót- ur til aðstoðar með peningum eða lífsnauðsynjum. Eftir eina heimsókn hans til bæki- stöðva Sameinuðu þjóðanna í New York sagði einn framámanna sam- takanna um gestinn: „Ef allir að- ilar Sameinuðu þjóðanna gerðu sem hann, værum við árangursríkasta stofnun heims.“ LEIÐIN TIL FRAMA Haile Selassie fæddist 23. júlí 1892 og hafði þá litlar líkur á að verða nokkru sinni keisari Eþíópíu. Hann hlaut í skírn nöfnin Tafari Makonnen. Hann gat að vísu státað af að vera kominn af syni þeim, er þjóðsagan segir Salómon konung hafa getið við drottningunni af Saba, faðir hans var voldugasti að- alsmaður landsins og skyldur þá- verandi keisara Menelik öðrum, en heyrði engu að síður aðeins til hlið- argrein hinnar stóru keisaraættar. Menelik dó 1913 og kom þá til ríkis niðji hans seytján ára gamall. Þessi unglingur var dálítið reikull í ráði. Hann fékk upp á móti sér hina kristnu yfirstétt landsins með því að ganga að eiga múhameðskar konur, hafa skyldleika sinn við Salómon gamla í flimtingum og halda því fram í staðinn að Mú- hameð spámaður hefði verið forfað- ir sinn. 1916 steyptu kristnir menn því keisara þessum. Fyrirliði þeirra í uppreisninni var enginn annar en Tafari Makonnen, þá tuttugu og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.