Úrval - 01.03.1969, Síða 78
76
fjögurra ára. Að vísu var ein dótt-
ir Meneliks sáluga sett í hásætið, en
hinn sterki maður í ríkinu var upp
frá því Tafari Makonnen, sem lýst-
ur var ríkisstjóri og krúnuerfingi.
1930, þegar drottningin dó, lét hann
hylla sig sem keisara undir nafninu
Haile Selassie; er hinn fyrsti af
einvöldum Eþíópa með því heiti.
VEGIR, SKÓLAR, SJÓNVARP
Haile Selassie var umbótasinnað-
ur frá byrjun, en mætti á þeim vett-
vangi magnaðri andstöðu þegna
sinna, sem voru argasta afturhald.
Hann gerði sér því ljóst á fyrstu
stjórnarárum sínum að slíkan forn-
grip í safni þjóðanna sem Eþíópíu
var ekki hægt að gera sem nýja á
einni nóttu. Hann lét þó ekki lengi
bíða að. banna þrælahald í landinu,
en það hafði lengi verið mikill
skammarblettur á heiðri Eþíópíu.
Hann kom því líka til leiðar að
þetta víðlenda ríki með þúsundum
þjóða og þjóðflokka, tungumála og
mállýzkna, varð eitt og sameinað
ríki, í raun og veru ekki síður en
orði kveðnu. Aður gerði hin tor-
færa og klettótta náttúra hálendis-
ins í ríkinu að verkum að ráðríkir
jarlar gátu stjórnað umdæmum
sínum sem einvaldir konungar og
boðið keisara byrginn, ef þeim bauð
svo við að hafa. Það á ekki lengur
við. Haile Selassie hefur dregið úr
völdum jarlanna og sjaidan skipað
nýja í stað þeirra, sem dáið hafa.
Hann ræður nú yfir flugher og
fallhlífaliði og getur því á fáeinum
klukkustundum sent her til hvaða
héraðs sem er í landmu, ef uppreisn
er gerð.
ÚRVAL
Áður mátti Eþíópía heita vega-
laust land og nýlendur Breta,
Frakka og ítala tóku fyrir allan að-
gang þess að sjó. Úrslit síðari heims-
styrj aldar ásamt dugnaði og samn-
ingalipurð Haile Selassies gerðu að
verkum að nú hafa Eþíópar aðgang
að Rauðahafinu á sömu slóðum og
land þeirra hafði forðum tíð. Þeir
hafa líka komið sér upp tveimur
nýtízku höfnum, fiskiðnaði sem er
í uppgangi og litlum flota, bæði til
stríðs og friðar. Þá hefur drottnari
ríkisins látið koma upp neti breið-
vega, sem sífellt verð.ur stærra og
þéttriðnara, og mörgum brúm og
stíflugörðum. Að hans tilhlutan
hefur og verið stofnað eþíópskt
flugfélag, og notar þjóðin nú flug-
vélar þess næstum eins mikið og
áætlunarvagna og vörubíla. 1964,
2. nóvember, horfðu Eþíópar á sjón-
varp í fyrsta sinni, á þrítugasta og
fjórða afmælisdegi krýningar keis-
arans.
Það var óhemju erfitt fyrir Haile
Selassie að sigrast á fornum og rót-
grónum fjandskap hinnar kristnu
yfirstéttar og Múhameðstrúar-
manna í landinu. Um helmingur
landsmanna kvað vera kristinn og
fimmtungur múhameðskur. Keisar-
inn hefur í sívaxandi mæli skipað
Múhameðstrúarmenn í embætti,
fengið þeim eigin dómstóla og veitt
þeim trúfrelsi. Þar að auki hefur
hann gert það, sem sennilega er öllu
mikilvægara: komið fram veruleg-
um umbótum í hinni koptísku rík-
irkirkju, sem orðin var, vegna
þúsund ára einangrunar, að „stein-
gervingi meðal trúarbragðanna,“
eins og enski sagnfræðingurinn