Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 82

Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 82
80 ÚRVAL lagi verði að afneita heilagri Þrenn- ingu og sverja fyrir hana, svo og kristna trú og skírn. Sérstaklega verða þær, hvenær sem presturinn les guðspjallatextann í kirkjunn', að lýsa það allt lygi með sjálfum sér og gera sig þannig að óvinum Guðs og Krists, því að meðan þær halda tryggð við kristna trú, getur Djöfullinn ekki hagnýtt þær til að koma fram vilja sínum; hin kristna trú verður alltaf sem bögglað roð fyrir brjósti hans. Einnig verða þess- ar manneskjur að heita því að fjandskapast við, skaða og fordjarfa allar þær skepnur, sem eru börnum Guðs að gagni. í þriðja lagi verða þær að heita því að viðurkenna Djöfulinn einn sem guð sinn, herra og kóng og vera honum auðsveipar í einu og öllu. Þá verður að endur- skíra þær, það er að segja í Djöfuls- ins nafni eða ef til vill allra djöfla; koma galdrakindur með sjóðandi vatn í bala til þeirra athafnar. Ann- aðhvort framkvæmir Satan sjálfur skírnarathöfnina eða einhver norn- in, en ekki alltaf með verulegri við- höfn, heldur allt eins við einhvern pyttinn eða drullupollinn, og fær sá sem skírður er þá annað nafn. I fimmta lagi er slíkri persónu, sem hlotið hefur þá inngöngu í ríki Djöf- ulsins, gefinn sérstakur hór eða hór- djöfull, og halda þau brúðkaup sitt, og gleðjast aðrar galdrakindur þá stórlega. í sjötta lagi kemur þessi púki oft til nýliðans, flytur hann á einhvern stað og fyrirskipar honum að gera hitt eða annað illt. í sjö- unda og síðasta lagi lofar púkinn að sjá honum farborða þaðan af og losa hann úr prísund, ef hann skyldi verða handtekinn fyrir hátterni sitt. Það gildir þó aðeins ef fanginn játar ekkert á sig eða þá tekur játningar sínar jafnharðan aftur.“ Dauðskelk- uðum söfnuðinum til hughreysting- ar bætir presturinn við: „En hið síðasttalda er gróf lygi, því að Guð stendur með yfirvöldunum í starfi þeirra, svo að Djöfullinn getur ekki leyst úr haldi handteknar galdra- kindur, þótt hann telji þeim trú urn það allt til þess er þær eru leiddar á bálið.“ Þegar ein manneskja hefur þann- ið formlega verið tekin í samfélag galdrakindanna, ræður hún yfir miklu valdi til að verða fólki til tjóns. Hún getur galdrað ofan í fólk allrahanda óþægilega hluti, svo sem hár, bursta, gler, nálar, hnífa, nagla, spýtur, fiskbein, orma, sporðdreka og fleiri ókvikindi. Hún getur einnig skaðað fólk og töfrað með því að horfa eða anda á það. Þó getur galdrakindin ekki valdið hverjum tjóni sem er. Öruggir fyrir öllum skaða úr þeirri átt eru ,,þeir frómu og guðhræddu, prestar og geistleg- legir yfirleitt, yfirvöldin, böðullinn og aðstoðarmaður hans, borgarverð- irnir og allir þeir, sem geyma slíkra norna og galdrakarla, dæma þau og fullnægja dómnum." Það þótti einnig sýna sig marg- sinnis að galdramanneskj ur gætu rænt annað fólk flestu steini léttara, ekki sízt korni og fóðurvörum. „Ó- þarft er að nefna frásagnir eða at- vik til dæmis,“ segir Prœtorius, „þar eð við höfum því miður af því ærna reynslu daglega, að þetta á sér stað, mörgum til stjórtjóns.“ Til að hindra fæðingar í hjónabandi þurftu norn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.