Úrval - 01.03.1969, Síða 85
DJÖFLASÁTTMÁLI OG NORNAHÁTÍÐIR
83
Síðan er Djöflinum sýndur við-
eigandi hollustuvottur. Það á sér
þannig stað að hann snýr afturend-
anum í söfnuðinn, sem síðan kyssir
hann á vissan stað. Ekki kemur
hann þó þannig fram við alla; ný-
liðana, sem hann treystir enn ekki
fullkomlega, beitir hann sjónhverf-
ingum, þannig að þeir sjá fyrir sér
glæsilegan höfðingja og halda sig
kyssa hendur hans. Þvínæst hefst
fagnaðurinn fyrir alvöru; galdra-
fólkið hefur hringdans við hljóð-
pípuleik og snýr bökum inn í hring-
inn. Meðan dansinn er troðinn
syngja púkar og nornir í kór:
„Harra, herra, djöfull, djöfull,
stökkva hér, stökkva þar, hoppa hér,
hoppa þar, leika hér, leika þar.“ Að
lokum þrífur svo hver púki sína
norn, og þégar þau hafa svalað
fýsnum sínum, eru stundirnar stytt-
ar með frásögnum af þeim slysum,
sem nornirnar hafa valdið frá næstu
hátíð á undan. Fyrirliðar púkanna
hýða þær, sem ekki hafa gert við-
unandi skammarstrik.
Þegar hinir nýju meðlimir norna-
samfélagsins hafa þannig séð allt,
sem bíður þelrra af góðu og illu,
eru þeir teknir hátíðlega inn í sam-
félagið með því að þeir skrifa nafn
sitt í stóra bók með eigin blóði.
Stundum gerir hlutaðeigandi við
þetta tækifæri skriflegan samning
við Dj öfulinn og áskilur sér þá viss
jarðnesk gæði gegn því að gefast
þeim gamla eftir ákveðinn tíma. En
þesskonar samninga þarf ekki endi-
lega að gera við nornafagnaðinn,
heldur má gera þá hvenær sem er,
eins og sjá má á eftirfarandi:
„Ég undirrituð, Magdalena de la
Palud, gef hér með til kynna og yf-
irlýsi að ég í nærveru tveggja votta,
herra Louis Godfridys og púkans
Belsibúbs, afneita fullkomlega og af
öllu hjarta og af öllum mætti mín-
um og krafti Guði Föður, Syni og
Heilögum Anda, allratignastri
Guðsmóður, öllum dýrlingum og
englum og séráparti mínum eigin
verndarengli — o.s.frv.“
Þegar nöfnin hafa verið skráð í
bókina og samningar gerðir við þá,
sem þess óska, eru nýir meðlimir
skírðir. „Þetta er ástæðan til þess
að margar nornir og galdrakarlar
heita tveimur nöfnum.“ Að lokum
þrykkir Djöfullinn á þau merki
sínu, svo að hann megi þekkja þau
úr öðru fólki, en helzt á leyndum
stað á líkamanum, þar sem aðrir
taka varla eftir því. En sá blettur,
sem Djöfullinn hefur snortið fingri
sínum, er þaðan af ónæmur fyrir
sársauka, og á slíkum blettum má
helst þekkja sanna galdramenn og
nornir.
Meðal hinna gömlu höfunda var
það mjög umdeilt hvort nornir gætu
getið afkvæmi við púkum og
djöflum. Sumir töldu það ekki úti-
lokað, en slík afsprengi væru þá
aldrei í mannsmynd, heldur ógeðs-
legar verur í einskonar skepnulíki.
Varla þarf að taka fram að allir
hættir nornasamfélagsins: norna-
skírnin, árshátíðirnar miklu,
brennsla Djöfulsins á sjálfum sér og
upprisa hans með meiru eru stæl-
ingar á helgum siðum og atburð-
um úr kristnum dómi. Og hvað ætti
dj öfladýrkunin að vera annað en
skrípastæling á guðsdýrkuninni?