Úrval - 01.03.1969, Síða 86
34
ÚRVAL
Margt
er skrítid
Hér er ofurlítið dæmi úr hinum
makalausa auglýsingaheimi Banda-
ríkjanna. Veitingahús í listamanna-
hverfi New York-borgar, Green-
wich Village, setti nýlega upp svo-
hljóðandi skilti: Þetta er næst bezta
veitingahús í heimi! Blaðamaður
nokkur gat ekki stillt sig um að
spyrja veitingamanninn:
— En hvaða veitingahús er bezt?
—■ Ég hef ekki minnstu hugmynd
um það, svaraði vertinn. — En all-
ir reka augun í skilti okkar og velta
því fyrir sér og rífast jafnvel um
það. Og þar með er tilgangi okkar
náð.
o—o
Landkönnuður
frá Evrópu tók
eftir því, er
hann ferðaðist
um Afríku, að
innfæddir karl-
menn voru
bornir á trjám,
á meðan eigin-
konurnar gengu á eftir og báru
þungar byrðar. Eitt sinn, er hann
var vitni að þessu, tók hann að
ásaka eiginmann fyrir illa meðferð
á konunni. Þá brá svo við, að konan
kom manni sínum til hjálpar og
varði hann með þessari setningu og
stakk þar með rækilega upp í land-
könnuðinn:
— Kæra hvítu konurnar sig í
raun og veru um, að menn þeirra
komi dauðþreyttir heim á kvöldin?
o—o
Skoti nokkur
hafði keypt sér
hálfa flösku af
viskíi og stung-
ið henni var-
færnislega inn-
an undir
frakkalafið sitt
og haldið síð-
an léttur í
spori heim á
leið. En á leið-
inni var hann svo óheppinn að
lenda í umferðarslysi. Bifreið ók á
hann og féll hann á götuna. Þegar
hann stóð á fætur aftur, fann hann,
að eitthvað rann niður eftir hand-
legg hans.
— Guð minn almáttugur, tautaði
hann. — Ég vona bara að þetta sé
blóð!
o—o
I Burlington í bandaríska ríkinu
Wisconsin var fyrir nokkru stofnað
„Samband lygara“. Tveir blaða-
menn voru stofnendur og upphafs-
menn. Sambandið er alþjóðlegt og
telur þegar þúsundir félaga víðs
vegar að úr heiminum. Skilyrði til
inngöngu er, að menn hafi logið
skriflega, á prenti, í samningum
eða öðru þvílíku. í lögum félagsins
segir meðal annars: „Stjórnmála-
menn fá ekki inngöngu. Samband
okkar er eingöngu fyrir amatöra.“