Úrval - 01.03.1969, Side 89
í
SKJÖL VALACHI
87
í
ð morgni þ. 22 júní árið
1962 gerðist það í ríkis-
fangelsinu í borginni
Atlanta í Georgíufylki,
að fangi einn, Joseph
Michael Valachi að nafni, greip
járnrör í fangelsisgarðinum, æddi
að einum samfanga sínum aftan frá
og barði hann til bana á nokkrum
sekúndum.
f fyrstu virtist hér aðeins vera
um að ræða eitt af morðum þeim,
sem framin eru öðru hverju af
mönnum, sem eru að kikna undir
þrúgandi fargi lífsins innan fang-
elsismúranna. Vissulega var fátt,
sem virtist benda til þess, að Vala-
chi ætti nokkra sérstöðu meðal
fanganna. Hann var 57 ára að aldri,
dökkleitur og fremur lágur, en
mjög kraftalega vaxinn maður.
Rödd hans var hás og sargandi.
Hann hafði verið dæmdur fyrir
heroinsölu, en hann virtist samt
vera einn þessara óþekktu saka-
manna, sem eiga sér ekki neina sér-
stöðu.
En það var vegna þessa dráps, að
það varð einmitt Valachi, sem varð
fyrsti maðurinn til þess að fletta
ofan af starfsemi Cosa Nostra í
Bandaríkjunum. Þar er um að ræða
risavaxin og þrautskipulögð glæpa-
samtök. Og nú vita menn, að glæpa-
samtök þessi eru hið ríkjandi afl
að baki skipulagðrar glæpastarf-
semi í Bandaríkjunum. Valachi
hafði lifað og hrærzt í þessum
heimi miskunnarlauss baktjalda-
makks og bralls í um þrjá tugi ára
án þess að rjúfa þann blóðeið holl-
ustu og þagnar, sem hann hafði
verið látinn sverja. En vissar furðu-
legar aðstæður, sem sköpuðust í
fangelsinu í Atlanta, urðu loks til
þess að fá hann til að leysa frá
skjóðunni.
Vikum saman á undan morði
þessu hafði líf Valachi verið sann-
kallað hryllingslíf, þrungið voða og
ógn. Einn af samföngum hans, Vito
Genovese að nafni, hafði í raun og
veru dæmt hann til dauða. Geno-
vese var sá ,,capo“ eða yfirmaður
innan Cosa Nostra, sem meðlimum
og öðrum stóð langmest ógn af. í
fyrstu gat Valachi ekki trúað því,
að það ætti að drepa hann. Hann
var meðlimur í „fjölskyldu" Vitos,
en svo er hver aðaldeild innan
Costa Nostra kölluð. Og Genovese
hafði þar að auki verið svaramað-
ur í brúðkaupi Valachi fyrir mörg-
um árum. Þegar Valachi kom í
fangelsið, var Genovese þar fyrir,
en hann sat þar af sér dóm fyrir
eiturlyfjasölu. Um stund virtist
fara vel á með þeim. Genovese
bauð Valachi jafnvel að gerast einn
af 6 klefafélögum sínum. En þá
ákærði annar fangi Valachi með
leynd um að vera uppljóstrari, eða
svo álítur Valachi. Valachi minnist
þess, að skömmu síðar lét Genovese
grímuna falla á ógnvænlegan hátt.
„Kvöld eitt,“ segir Vito allt í
einu við mig í klefanum okkar:
,,Sko, Valachi, við skulum taka
eplatunnu sem dæmi. Það gæti ver-
ið, að það væri skemmt epli í þess-
ari tunnu. Og þá þarf að fjarlægja
þetta epli!“
„Hafi ég gert eitthvað rangt,“
svaraði ég, „sýndu mér þá fram á
það, og komdu svo með pillurnar