Úrval - 01.03.1969, Blaðsíða 92

Úrval - 01.03.1969, Blaðsíða 92
90 var allur í uppnámi. Stundum lá vel á honum, en stundum var hann ofboðslega niðurdreginn og miður sín. Hann sagði, að það væri aðeins tímaspursmál, hvenær útsendarar Cosa Nostra fyndu hann. Ótti Valachi var alls ekki ástæðu- laus. Alríkislögreglan hafði komizt að því, að meðan Valachi dvaldi í fangelsinu í Westchestersýslu, hafði Cosa Nostra tekizt að rekja slóð hans til New Yorksvæðisins og að samtökin höfðu lagt 100.000 dollara til höfuðs honum. í janúar árið 1963 var hann svo fluttur til fang- elsisins í Fort Monmouth í New Jersey, þar sem fanga er gætt geysilega vel. Þegar lá sem allra verst á Vala- chi, æddi hann fram og aftur um klefagólfið og keðjureykti. Þá varð honum tíðrætt um það, hversu þýð- ingarlaust það væri að reyna að brjóta vald samtakanna á bak aft- ur. „Þessi Cosa Nostra er eins og önnur ríkisstjórn!" hrópaði hann þá oft. „Samtökin eru of stór og voldug. Hvaða þýðingu hefur það, þó að ég sé að skýra ykkur frá þeim? Það hlustar enginn á ykkur. Það mun enginn trúa þessu.“ ANNAR HEIMUR Joseph Valachi fæddist þ. 22. september árið 1904 í Austur-Har- lem á Manhattan í New Yorkborg. Þar má enn finna leifar af ítalskri „nýlendu", sem eitt sinn var afar- fjölmenn. Foreldrar hans komu frá Napoli á Ítalíu. Þau átti' 17 börn. Aðeins 6 þeirra lifðu uppvöxtinn af. Valachi var næstelztur. Hann ÚRVAL minnist bernsku sinnar á eftirfar- andi hátt: „Faðir minn vann baki brotnu, en hann drakk of mikið, og móðir mín var alltaf með glóðarauga. Hverfið var fjári slæmt í þá daga, og maður gat varla labbað þar um án þess að eiga á hættu að verSa fyrir byssukúlu. Faðir minn varð að borga dollara á viku fyrir „vernd“. Annars hefði söluvagninn hans verið eyðilagður. Við vorum fátækasta fjölskyldan í gervöllum heiminum, a. m. k. fannst mér það. Ég bjó á ýmsum stöðum í uppvextinum, en alltaf einhvers staðar við Eystra 108. stræti eða nálægt því. Sg skal lýsa íbúðinni okkar. Hún var bara þrjú herbergi, ekkert heitt vatn og ekk- ert bað. Klósettið var frammi í forstofu. Eina upphitunin kom frá ofni í eldhúsinu. Við komum heim með timburdrasl og kol, sem við tíndum saman á ruslahaugunum. Við geymdum þetta í herberginu, sem ég og bræður mínir sváfum í. Það varð svo svart á veturna, að herbergið var fullt af þessu drasli alveg upp í loft. Móðir mín notaði sementspoka fyrir lök. Hún saum- aði þá saman.“ Fyrstu útistöður Valachi við lag- anna verði höfðu verið fólgnar í því, að hann skrópaði í skólanum og var tekinn fastur af eftirlits- manni. Þá slapp hann með aðvör- un. Þegar hann var 11 ára, lamdi hann einn kennara sinn í augað með steini og var þá sendur á heim- ili fyrir drengi, sem voru annað- hvort munaðarlausir eða algerir vandræðadrengir. Þaðan var hon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.