Úrval - 01.03.1969, Side 100

Úrval - 01.03.1969, Side 100
98 ÚRVAL relli Valachi til íbúðar við Bronx- árbrautina, en íbúð þessa hafði Cosa Nostra valið og búið húsgögn- um. Castellammaresestríðið hélt áfram allt árið 1930 og fram á árið 1931. Um 60 féllu í valinn á stræt- um amerískra borga, áður en því lauk. Valachi fór nú að hafa nána samvinnu við Maranzano, og hann átti aðild að nokkrum „kassastykkj- um“ (morðum). Svo kom að því, að það fór að halla á Masseria og Maranzano fór að ná yfirhöndinni. Allmargir liðsmanna Masseria sneru við honum bakinu, en nú fór að síga á ógæfuhliðina fyrir ýmissi þeirri glæpastarfsemi, sem Masser- ia og menn hans höfðu rekið. Það var fyrst þá, að Valachi fór að heyra um, að „orðrómur væri á ferðinni um friðarumræður.“ En Maranzano gat ekki samið við keppinautana, meðan „Jói hús- bóndi“ var enn á lífi. Að lokum sneru tveir af helztu stuðnings- mönnum Masseria við honum bak- inu. Það voru þeir Luciano og Genovese, menn, sem hann hafði treyst einna bezt. Þetta fór fram með mikilli leynd. Þeir lofuðu að láta ráða Masseria af dögum, en þess í stað samþykkti Maranzano að binda endi á stríðið. „Jói húsbóndi“ vissi í rauninni aldrei, hvað varð honum að bana. Luciano bauð honum eitt sinn í kvöldmat á veitingahúsi úti á Coneyeyju fyrir utan New York. Og samkvæmt hinni opinberu lög- regluskýrslu var hann „skotinn í bakið og höfuðið af óþekktum per- sónum" þ. 15. apríl árið 1931. „HÚSBÓNDI ALLRA HÚS- BÆNDA“ Þannig varð Salvatore Maran- zano óvéfengjanlega æðsti yfirmað- ur hinna ítölsku undirheima 1 Bandaríkjunum. Jafnskjótt og hann komst til valda, var tekið til í óða önn að skipuleggja Cosa Nostra á nýtízkulegan hátt. „Herra Maran- zano kallaði saman fund í stórum sal í Bronxhverfinu,” segir Vala- chi. „Salurinn var troðfullur. Við vorum þarna a. m. k. 409 eða 500. Það var alveg troðfullt hús. Trúar- legar myndir höfðu verið festar upp á veggina, og það var kross yfir pallinum í enda salarins, þar sem herra Maranzano sat. Hann hafði látið skreyta salinn svona, svo að ókunnugir héldu, að við tilheyrðum einhverju trúarfélagi.“ Er hér var komið sögu, hafði Valachi frétt ýmislegt um uppruna og stöðu Maranzano. „Hann fædd- ist í þorpinu Castellammare og hafði komið hingað vestur eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann var menntaður maður. Hann hafði lært til prests í gamla landinu, og hann talaði sjö tungumál. Hann var al- veg óður aðdáandi Júlíusar Cæsars, og það var jafnvel herbergi heima hjá honum, sem var troðfullt af bókum, sem voru allar um Cæsar. Það var einmitt úr þessum bókum, sem hann fékk hugmyndina um hin nýju, skipulögðu samtök." Maranzano tilkynnti það á fundi þessum, að hann yrði „Capo di tutti Capi“, „húsbóndi allra húsbænda“, innan hreyfingarinnar. Undir stjórn hans skyldu verða nokkrar „fjöl- skyldur“, sem hver skyldi hafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.