Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 101
SKJÖL VALACHI
99
sinn húsbónda og aðstoðarhús-
bónda, eins konar „ráðsmann“. —
Undir stjórn þeirra skyldu svo
verða liðsforingjar, sem réðu hver
um sig yfir „hópum“ hermanna.
Þetta skipulag á stjórn og yfirráð-
um og tignarstöðum innan samtak-
anna gildir að miklu leyti enn þann
dag í dag.
En hinir náðugu dagar veldis-
tíma Maranzanos voru brátt á enda.
Valachi hafði gengið í einkahallar-
varðlið foringjans, og nótt eina var
hann kallaður á fund foringjans á
heimili hans í Brooklyn. Þar var
honum tilkynnt, að það mundi ef
til vill skella á ný styrjöld.
„Herra Maranzano segir: „Mér
getur alls ekki samið við þessa tvo
náunga.“ Hann var að tala um þá
Luciano og Genovese. „Og við verð-
um því að losa okkur við þá, áður
en við getum fengið óvéfengjanleg
yfirráð yfir nokkru.“ Hann talaði
líka um nokkra aðra, sem yrðu líka
að hverfa, svo sem þá A1 Capone,
Frank Costello, Willie Moretti og
Jóa Adonis.
„Með yfirráðum átti hann við ít-
alska happdrættið, sem var þá
mjög umsvifamikið fyrirtæki. Einn-
ig átti hann við iðnfélögin í bygg-
ignariðnaðinum, smygl og leyni-
vínsölu, veðmangarastarfsemi í
tengslum við kappreiðar og fleira
í þeim dúr.“ Mig langaði bara til
að segja: „Ja, hérna, hver kærir
sig um að ráða yfir öllu.“ Þú verð-
ur að minnast þess, að það voru
bara liðnir nokkrir mánuðir, síðan
friður hafði verið saminn. En auð-
vitað þorði ég ekki að segja neitt.
Síðdegis næsta dag, þ. 10. sept-
ember 1931, bauð Dominick „Cap“
Petrelli, vinur Valachi, honum með
sér á fund nokkurra stúlkna í
Brooklyn. Valachi hafði því öðrum
hnöppum að hneppa, þegar nokkr-
ir menn, sem þóttust vera leyni-
lögreglumenn, gengu inn í hina op-
inberu skrifstofu Maranzanos, sem
rekin var til þess að láta líta svo
út, að um lögleg viðskipti væri að
ræða. Það var fasteignasöluskrif-
stofa við Park Avenue. Tveir af
„leynilögreglumönnunum" skipuðu
öllum, sem frammi voru, að raða
sér skipulega upp við vegginn. Síð-
an gengu þeir inn í skrifstofu Mar-
anzanos, hleyptu fjórum sinnum á
hann úr byssum sínum og skáru
hann á háls.
NÍ? FJÖLSKYLDA
Morðið á Maranzano var einn
þáttur flókinnar og velíram-
kvæmdrar útrýmingarherferðar,
sem skipulögð var af „snyrtileg-
um“ náunga með kuldalegt augna-
ráð, þ. e. Luciano. En það var ein-
mitt hann, sem hafði skipulagt
drápið á Masseria. Og daginn, sem
Maranzano dó, voru um 40 leiðtog-
ar innan Cosa Nostra hreyfingar-
innar, sem samstarf höfðu við Mar-
anzano myrtir á fruntalegan hátt
víðs vegar um landið.
„Charley heppni“ Luciano hafði
áunnið sér þetta auknefni sitt með
súrum sveita. Er hann var á hraðri
uppleið í hinum ítölsku undirheim-
um í Bandaríkj unum, var honum
eitt sinn rænt af mönnum frá
keppinautum þeirra samtaka, sem
Luciano vann fyrir. Þeir voru að
leita að eiturlyfjum, sem Luciano