Úrval - 01.03.1969, Síða 102
100
ÚRVAL
hafði falið. Þeir fóru með hann á
auðan og yfirgefinn stað úti á
Strataneyju úti fyrir Manhattan.
Þar hengdu þeir hann upp í trjá-
grein og létu hann hanga þar á
þumalfingrunum einum. Hann var
pyntaður með rakhnífum og log-
andi vindlingum, en hann neitaði
að leysa frá skjóðunni. Loks héldu
þeir, að hann væri að dauða kom-
inn, og skildu hann þarna eftir
svona á sig kominn. En Luciano
lifði þetta samt af. Og þannig
myndaðist goðsögnin um „Charley
heppna".
Luciano varð valdamesti leiðtog-
inn, sem þekkzt hefur innan Cosa
Nostrahreyfingarinnar. Eftir fjölda-
morðin á Maranzano og helztu sam-
starfsmönnum hans flýtti hann sér
að draga úr þenslunni á milli lið-
anna. Hann stofnaði 6 manna ráð
til þess að vernda einstaka ,,her-
menn“ gegn mögulegri persónu-
legri hefnd „liðsforingja" þeirra sem
kynnu að haía horn í síðu þeirra
vegna Castellammaresestríðsins. —
Hann lagði niður tignarheitið „Hús
bóndi allra húsbænda", og hann
lagði sitt fram til þess að afnema
síðustu leifarnar af óvild þeirri,
sem ríkti milli Napólíbúanna og
Sikileyinganna.
En mesta þýðingu hafði samt sú
staðreynd, að Luciano gerbreytti á
áhrifaríkan hátt starfsemi Cosa
Nostra og lét samtökin færa út kví-
arnar á mörgum sviðum og jók
áhrifamátt þeirra geysilega. Hann
var kænn og gæddur auðugu
ímyndunarafli. Því hóf hann einn-
ig samvinnu við ýmsa glæpafor-
ingja, sem voru ekki af ítölsku
bergi brotnir, svo sem þá Hol-
lenzka-Schultz, Lepke Buchalter,
Meyer Lansky og Longy Zwill-
mann, og réðst í ýmsar fram-
kvæmdir með þeim. Samtímis þessu
gætti hann þess vel, að Cosa Nostra
héldi áfram að vera ómenguð Cosa
Nostra, því að þessi friðsamlega
sambúð var ekki lokamarkmiðið
hjá Luciano, heldur aðeins skref í
áttina til algerra yfirráða hinnar
skipulögðu glæpastarfsemi í Banda-
ríkjunum.
Valachi fór huldu höfði eftir
morðið á Maranzano. Hann hringdi
fullur eftirvæntingar í Giacomo
Reina, en faðir Reina hafði verið
drepinn í Castellammareséstríðinu.
Valachi hafði barizt til þess að
hefna drápsins á föður Reina, og
Reina viðurkenndi því, að hann
stæði í þakkarskuld við Valachi,
og var reiðubúinn að launa hon-
um. Hann leyfði Valachi að fela
sig á hanabjálkaloftinu heima hjá
sér. Þegar Valachi hafði komið sér
fyrir þar, kom hann skilaboðum til
Tommy Lucchese, en hann var
einnig meðlimur Cosa Nostra og
hafði verið viðstaddur við inntöku-
athöfnina, er Valachi hafði gerzt
meðlimur samtakanna.
Lucchese fór á fund Valachi og
spurði hann spjörunum úr. Hafði
hann vitað, að Maranzano hafði oft
rænt vörubílum, fullum af áfengi,
sem Luciano átti? Vissi hann, að
Maranzano hafði líka leigt sér
leigumorðingja, sem vann upp á
eigin spýtur og gekk undir nafninu
Vincent „Óði hundur‘.‘ Coll, og að
Coll þessi hafði átt að „þurrka þá
Luciano og Genovese út“?