Úrval - 01.03.1969, Side 102

Úrval - 01.03.1969, Side 102
100 ÚRVAL hafði falið. Þeir fóru með hann á auðan og yfirgefinn stað úti á Strataneyju úti fyrir Manhattan. Þar hengdu þeir hann upp í trjá- grein og létu hann hanga þar á þumalfingrunum einum. Hann var pyntaður með rakhnífum og log- andi vindlingum, en hann neitaði að leysa frá skjóðunni. Loks héldu þeir, að hann væri að dauða kom- inn, og skildu hann þarna eftir svona á sig kominn. En Luciano lifði þetta samt af. Og þannig myndaðist goðsögnin um „Charley heppna". Luciano varð valdamesti leiðtog- inn, sem þekkzt hefur innan Cosa Nostrahreyfingarinnar. Eftir fjölda- morðin á Maranzano og helztu sam- starfsmönnum hans flýtti hann sér að draga úr þenslunni á milli lið- anna. Hann stofnaði 6 manna ráð til þess að vernda einstaka ,,her- menn“ gegn mögulegri persónu- legri hefnd „liðsforingja" þeirra sem kynnu að haía horn í síðu þeirra vegna Castellammaresestríðsins. — Hann lagði niður tignarheitið „Hús bóndi allra húsbænda", og hann lagði sitt fram til þess að afnema síðustu leifarnar af óvild þeirri, sem ríkti milli Napólíbúanna og Sikileyinganna. En mesta þýðingu hafði samt sú staðreynd, að Luciano gerbreytti á áhrifaríkan hátt starfsemi Cosa Nostra og lét samtökin færa út kví- arnar á mörgum sviðum og jók áhrifamátt þeirra geysilega. Hann var kænn og gæddur auðugu ímyndunarafli. Því hóf hann einn- ig samvinnu við ýmsa glæpafor- ingja, sem voru ekki af ítölsku bergi brotnir, svo sem þá Hol- lenzka-Schultz, Lepke Buchalter, Meyer Lansky og Longy Zwill- mann, og réðst í ýmsar fram- kvæmdir með þeim. Samtímis þessu gætti hann þess vel, að Cosa Nostra héldi áfram að vera ómenguð Cosa Nostra, því að þessi friðsamlega sambúð var ekki lokamarkmiðið hjá Luciano, heldur aðeins skref í áttina til algerra yfirráða hinnar skipulögðu glæpastarfsemi í Banda- ríkjunum. Valachi fór huldu höfði eftir morðið á Maranzano. Hann hringdi fullur eftirvæntingar í Giacomo Reina, en faðir Reina hafði verið drepinn í Castellammareséstríðinu. Valachi hafði barizt til þess að hefna drápsins á föður Reina, og Reina viðurkenndi því, að hann stæði í þakkarskuld við Valachi, og var reiðubúinn að launa hon- um. Hann leyfði Valachi að fela sig á hanabjálkaloftinu heima hjá sér. Þegar Valachi hafði komið sér fyrir þar, kom hann skilaboðum til Tommy Lucchese, en hann var einnig meðlimur Cosa Nostra og hafði verið viðstaddur við inntöku- athöfnina, er Valachi hafði gerzt meðlimur samtakanna. Lucchese fór á fund Valachi og spurði hann spjörunum úr. Hafði hann vitað, að Maranzano hafði oft rænt vörubílum, fullum af áfengi, sem Luciano átti? Vissi hann, að Maranzano hafði líka leigt sér leigumorðingja, sem vann upp á eigin spýtur og gekk undir nafninu Vincent „Óði hundur‘.‘ Coll, og að Coll þessi hafði átt að „þurrka þá Luciano og Genovese út“?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.