Úrval - 01.03.1969, Page 104
102
ÚRVAL
Tony Bender, liðsforingja einum
innan Cosa Nostra. Hið raunveru-
lega nafn hans var Anthony Strollo.
Skömmu síðar fékk Valachi fyrsta
áþreifanlega sönnunarvott þess, að
það borgaði sig að vera meðlimur
,,fjölskyldu“ Lucianos. í félagi við
Bobby Doyle var honum veittur lít-
ill hluti af spilavélarekstri, en
svikastarfsemi sú var rekin í New
York af einum af liðsforingjum
Lucianos. Hann hét Frank Cost-
ello.
Valachi voru afhentir 20 límmið-
ar frá Costello. Átti hann að setja
þá á spilavélar, sem hann og Doyle
urðu svo sjálfir að kaupa. (Meðan
James J. Walker var borgarstjóri í
New York, voru allar spilavélar í
borginni gerðar upptækar nema þær,
er báru Costellolímmiðana). Valachi
kom spilavélum sínum fyrir á bill-
iardstofum og sælgætisverzlunum í
Austur-Harlem. Og brátt voru
brúttótekjur þeirra Doyle af spila-
vélunum komnar upp í 2500 doll-
ara á viku.
Nú var Valach orðinn 26 ára
gamall og hafði gnægð fjár handa
á milli. Því ákvað hann að giftast.
Hann hafði orðið ástfanginn af
Mildred Reina, systur mannsins,
sem hafði skotið skjólshúsi yfir
hann og falið hann á hættustundu.
(„Þegar ég var á hanabjálkaloftinu,
var Mildred vön að koma upp stig-
ann og upp á loftið með því að lyfta
hlera. Og þar töluðum við saman.“)
En foreldrar Valachi höfðu kom-
ið frá Napólí, þar sem Reinafjöl-
skyldan var aftur á móti ættuð frá
Sikiley. Móður Mildred, bróður og
frændum var alls ekki um þá til-
hugsun gefið, að Valachi giftist
Mildred, og því mynduðu þau
hverja hindrunina á fætur annarri
til þess að koma í veg fyrir, að það
yrði nokkuð úr giftingu. Hjóna-
efnin ráðgerðu því að strjúka burt,
en það komst upp á síðasta augna-
bliki. Milfred missti alveg móðinn
og reyndi jafnvel að svipta sig lífi.
„Jæja,“ segir Valachi, „ég fór á
fund Vitos og útskýrði öll þessi
vandræði fyrir honum. Hann kall-
aði mig svo á sinn fund eftir nokkra
daga og sagði, að hann hefði sagt
Sikileyingunum, og átti þá við
frændur Mildred, að þeir skyidu
ekki skipta sér af þessu máli. Hann
sagði við þá, að hefðu þeir verið
hæfir til þess að giftast sínum kon-
um, væri Jói hæfur til þess að gift-
ast Mildred, og væri Jói ekki hæfur
til þess, væri enginn okkar hæfur,
eins og hann orðaði það. Og til
þess að þeir skildu nú afdráttar-
laust, hvar hann stæði í máli þessu,
segir hann þeim bara, að hann vilji
verða svaramaður minn.“
Þetta útkljáði málið. Valachi
varð samt að afbera langa, form-
lega trúlofun. En þ. 18. september
árið 1932 gengu þau Mildred loks í
heilagt hjónaband. Veizlan, sem
haldin var að athöfninni lokinni,
var í veitingahúsinu Pálmagörðun-
um við 52. stræti rétt hjá Broad-
way. „Leigan fyrir salinn kostaði
ein næstum þúsund dollara“,“ segir
Valachi. „Og það voru miklir pen-
ingar í þá daga. Þú verður að muna,
að þá var fullt af fólki, sem varð
að ráfa um göturnar og reyna að
selja epli til þess að hafa eitthvað
að éta. Eg fékk tvær hljómsveitir,