Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 107

Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 107
SKJÖL VALACHI 105 rekstri spilavélanna. En borgar- stjórinn hafði tilskipun þessa að engu og sendi hópa lögreglumanna út um alla borg til þess að mölva spilavélarnar mélinu smærra, hvar sem þær fyndust. Costello varð hissa og hneykslað- ur á þessum „ólöglegu" aðförum, en gafst upp og flutti allan reksturinn suður til New Orleans í Louisiana- fylki. Nú höfðu þeir Valachi og Doyle misst helztu tekjulind sína, og báðu þeir því Genovese um leyfi til þess að fá hlutdeild í „númera- svindlinu“. Og Genovese veitti leyfi þetta. „Skírteinisleikurinn“, eins og númerasvindlið er stundum kallað, er kannske einfaldasta fjöldafjár- hættuspilið, sem hefur nokkru sinni verið fundið upp. Sá, sem vill veðja, þarf ekki annað en að leggja fram kvartdollara eða hærri upp- hæð, velja sér síðan þriggja stafa tölu frá 000 til 999 og sjá síðan til, hvort hún kemur heim og saman við vinningstölu dagsins, sem er allt- af þriggja stafa tala, sem er venju- lega valin eftir veðtölum frá viss- um skeiðvöllum. Stærðfræðilegu líkurnar gegn því að vinna er auð- vitað 1000 á móti 1, en upphæð vinningsins er aldrei meira en 600 á móti 1. Þessi „veðleikur“ hefur alltaf verið mjög vinsæll meðal tekju- lágra stétta, og tóku hin skipulögðu glæpasamtök undirheimanna að veita honum vaxandi athygli, strax eftir að vínbanninu var aflýst og þeir misstu þar feitan bita úr aski sínum. Hann hefur haldið áfraih að blómstra sem hreinræktuð svikastarfsemi æ síðan glæpasam- tök náðu tangarhaldi á honum. Álitið er, að gróðinn af „veðleik“ þessum nemi nú a. m. k. 250 millj- ónum dollara árlega í New York- borg einni. Þar er án efa um að ræða helztu uppsprettu mútufjár lögreglunni til handa. I sumum lög- regluhverfum í New Yorkborg eru 15—20 staðir, þar sem tekið er við veðmálum. Aðeins einn slíkur stað- ur getur þurft um 2000 dollara í mútufé mánaðarlega, eigi að vera unnt að reka starfsemina án af- skipta lögreglunnar. Valachi gat ekki fengið hlutdeild í hinni þrautskipulögðu starfsemi númerasvindlsins, fyrr en Genovese hafði lagt blessun sína yfir slíkt. Að vísu var enn einnig um að ræða nokkra „veðbanka", sem unnu sjálfstætt, „veðbanka", sem Vala- chi kallaði „ólöglega". En þeir gátu ekki orðið aðilar að hinum ákveðnu vinningsnúmerum, sem númera- svindlasamtökin tóku ákvörðun um öðru hverju. Og oft fengu þeir mikla fjárhagslega skelli í sam- bandi við slíkar ákvarðanir. Þegar Valachi fékk hlutdeild í ,,númerasvindlinu“, voru vinnings- númerin tekin frá veðtölum á skeiðvöllum New Yorkborgar. Það var að vísu ekki hægt að ráða þeim tölum, en hinn árlegi veðreiðatími í New York var þá miklu styttri en hann er núna. Og þegar hann var á enda, voru vinningsnúmerin fengin frá samanlögðum veðtölum á öðrum skeiðvöllum, þar sem undirheimalýðurinn réð oft lögum og lofum og gat þannig ráðið tölum þessum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.