Úrval - 01.03.1969, Síða 111
109
svo verður hann sífellt skuldugri.
Og áður en maður veit af, hleypur
hann til lögreglunnar eða skrifstofu
saksóknara. Sama má segja um
venjulegt verkafólk. Þetta er ein-
mitt fólkið, sem maður verður að
beita hörku við.
Um tíma hafði ég um 150 fasta
viðskiptavini. Ég losaði mig við þá,
sem voru erfiðir, og hélt hinum,
sem maður átti ekki í neinu stríði
við. Þar á ég við veðmangara, ýmsa
sem vinna í númerasvindlinu, og
alls konar náunga, sem hafa eitt-
hvað óhreint í pokahorninu, sko,
ýmislegt, sem er ekki löglegt. Nú,
svo voru líka nokkrir kráreigendur
meðal viðskiptamannanna. Og flest-
ir þessir náungar venjast á að fá
nýtt lán, áður en þeir eru búnir að
borga það gamla að fullu.“
Og Valachi komst fljótt að því, að
það var einmitt þar, sem gróðinn lá
falinn. Þegar um endurlán er að
ræða, sem okurkarlarnir kalla
„sætt“ lán, dregur okurkarlinn bara
gömlu skuldina frá nýja láninu, áð-
ur en hann afhendir nýja lánið. En
reiknar vexti af allri þeirri upphæð,
sem hann hefur verið beðinn um að
lána, þ.e. af öllu nýja láninu, þótt
viðtakandi fái það ekki allt. Áhrif
þessa kerfis verða þau, að vextirnir
hækka í raun og veru upp úr öllu
valdi. Og það leið því ekki á löngu
þar til Valachi hafði safnað um
60.000 dollara rekstrarfé ásamt fé-
laga sínum, sem hann vann með.
Og þessir 60.000 dollarar héldu
áfram að moka inn nýjum dollurum
„á götunni“, ef svo mætti segja, þ.e.
alveg fyrirhafnarlaust.
Það var tilviljun ein, að þessi ok-
RÚRIK HARALDSSON,
LEIKARI
Rúrik Haraldsson, leikari, er
fæddur 14. janúar 1926 í Vest-
mannaey.ium. Foreldrar hans
eru Haraldur Sigurðsson, tré-
smiður, og Kristjana E'inars-
dóttir. Hann lauk prófi frá
Gagnjfræðaskólanum i Vest-
mannaeyjum 1944 og stundaði
síðan nám í Tónlistarskólanum
í Reykjavík og Leiklistarskóla
Lárusar Pálssonar. 1947 hóf
hann nám við Central School
of Speech Training and
Dramatic Art í London og lauk
þaðan prófi 1950. Hann stund-
aði verzlunar- og skrifstofu-
störf í Reykjavík 1945—47, en
hefur verið leiikari við Þjóð-
leikhúsið síðan 1951. Kona hans
er Anna Sæbjörnsdóttir.
V____________________________/