Úrval - 01.03.1969, Blaðsíða 112
110
ÚRVAL
urlánaviðskipti urðu til þess, að
Valachi hófst handa á nýju starfs-
sviði, sem nú er orðin raunveruleg
sérgrein Cosa Nostra. Er þar átt við
kaup og rekstur löglegra fyrirtækja,
sem hafa alls konar löglegan rekst-
ur með höndum. í stað þess að
reyna að pína fé út úr einum við-
skiptavini, sem hafði látið undir
höfuð leggjast að greiða á gjald-
daga, tók Valachi boði mannsins
um hálfan eignarhluta í veitinga-
húsi ofarlega á Manhattan. Hann
tók svipuðu tilboði frá öðrum
skuldunaut sínum, og eignaðist þá
helming í fyrirtæki, sem framleiddi
fatnað.
„Nú, ég fór að líta á verksmiðjuna
mína, og mér leizt bara fjári vel á
hana. Og áður en ég veit af, þarf
ég að fara að hafa áhyggjur út af
verkalýðsfélaginu. Nú, ég fer þá
niður í fataverksmiðjuhverfiB til
þess að hitta einn af Diobræðrunum
(Diogardi). Þeir tilheyra „Lucchese
fjölskyldunni“, og þeir eiga að
hjálpa til að leysa úr öllum vand-
ræðum, sem snerta verkalýðsfélög-
in. „Hafðu engar áhyggjur. Við
skulum sjá um það,“ sögðu þeir við
mig. Nú, ég rak fastaverksmiðju í
um 12 ár. Ef einhver kom með ein-
hverjar kröfur frá verkalýðsfélög-
unum, þá þurfti ég ekki að gera
neitt annað en að hringja í Johnny
Dio eða Tommy Dio, og um leið
voru öll vandamálin leyst.“
Nú hafði Valachi tryggt sér hald-
bæra útskýringu á tekjum sínum..
Hann þurfti ekki annað en að taka
það fram, að hann ræki löglegt fyr-
irtæki, sem hann hefði tekjur af.
Nú brosti framtíðin sannarlega við
honum, því að nú hafði hann margt
upp á að hlaupa, bæði veitingahús-
ið, fataverksmiðjuna, númerasvindl-
ið og okurlánastarfsemina. Hann
ákvað því að „lifa svolítið rólegra
lífi um tíma og halda sig í hæfilegri
fjarlægð frá þeim náungum, sem
reka alls konar ólöglega starfsemi.“
GRÓÐI Á TÁ OG FINGRI
Fyrstu áhrifin, sem síðari heims-
styrjöldin hafði á Valachi, voru
fólgin í því, að ákvörðun hans um
að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá
náungum, sem reka alls konar ólög-
lega starfsemi, fór að dofna. Hann
minntist þess, að efnahagur hans
tók skyndilega að versna til muna.
„Það gekk orðið ekkert með núm-
erasvindlið og okurlánastarfsemina.
Það var alls staðar hægt að fá pen-
inga lánaða og nóga vinnu, svo að
hver þurfti á okurlánum að halda?
Flestir þeir, sem veðja í númera-
svindlinu, gera það bara á erfiðum
tímum, þegar þeir gera alls konar
örvæntingarfullar tilraunir til þess
að klófesta peninga." Hann hafði
þá selt eignarhlut sinn í veitinga-
húsinu. Það var fataverksmiðjan
ein, sem græddi á stríðinu, því að
hún hætti framleiðslu fata handa
óbreyttum borgurum og fór að
framleiða fatnað fyrir herinn.
En fjárhagsvandræði Valachi
leystust mjög fljótt. í augum Cosa
Nostramanna var stríðið líkt og
hvert annað tækifæri, sem bar að
nota út í yztu æsar. Það varð fljót-
lega skortur á ýmsum nauðsynjum,
og slíkt hafði það í för með sér, að
nauðsynlegt varð að taka upp
skömmtun og verðlagseftirlit. Og