Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 112

Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 112
110 ÚRVAL urlánaviðskipti urðu til þess, að Valachi hófst handa á nýju starfs- sviði, sem nú er orðin raunveruleg sérgrein Cosa Nostra. Er þar átt við kaup og rekstur löglegra fyrirtækja, sem hafa alls konar löglegan rekst- ur með höndum. í stað þess að reyna að pína fé út úr einum við- skiptavini, sem hafði látið undir höfuð leggjast að greiða á gjald- daga, tók Valachi boði mannsins um hálfan eignarhluta í veitinga- húsi ofarlega á Manhattan. Hann tók svipuðu tilboði frá öðrum skuldunaut sínum, og eignaðist þá helming í fyrirtæki, sem framleiddi fatnað. „Nú, ég fór að líta á verksmiðjuna mína, og mér leizt bara fjári vel á hana. Og áður en ég veit af, þarf ég að fara að hafa áhyggjur út af verkalýðsfélaginu. Nú, ég fer þá niður í fataverksmiðjuhverfiB til þess að hitta einn af Diobræðrunum (Diogardi). Þeir tilheyra „Lucchese fjölskyldunni“, og þeir eiga að hjálpa til að leysa úr öllum vand- ræðum, sem snerta verkalýðsfélög- in. „Hafðu engar áhyggjur. Við skulum sjá um það,“ sögðu þeir við mig. Nú, ég rak fastaverksmiðju í um 12 ár. Ef einhver kom með ein- hverjar kröfur frá verkalýðsfélög- unum, þá þurfti ég ekki að gera neitt annað en að hringja í Johnny Dio eða Tommy Dio, og um leið voru öll vandamálin leyst.“ Nú hafði Valachi tryggt sér hald- bæra útskýringu á tekjum sínum.. Hann þurfti ekki annað en að taka það fram, að hann ræki löglegt fyr- irtæki, sem hann hefði tekjur af. Nú brosti framtíðin sannarlega við honum, því að nú hafði hann margt upp á að hlaupa, bæði veitingahús- ið, fataverksmiðjuna, númerasvindl- ið og okurlánastarfsemina. Hann ákvað því að „lifa svolítið rólegra lífi um tíma og halda sig í hæfilegri fjarlægð frá þeim náungum, sem reka alls konar ólöglega starfsemi.“ GRÓÐI Á TÁ OG FINGRI Fyrstu áhrifin, sem síðari heims- styrjöldin hafði á Valachi, voru fólgin í því, að ákvörðun hans um að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá náungum, sem reka alls konar ólög- lega starfsemi, fór að dofna. Hann minntist þess, að efnahagur hans tók skyndilega að versna til muna. „Það gekk orðið ekkert með núm- erasvindlið og okurlánastarfsemina. Það var alls staðar hægt að fá pen- inga lánaða og nóga vinnu, svo að hver þurfti á okurlánum að halda? Flestir þeir, sem veðja í númera- svindlinu, gera það bara á erfiðum tímum, þegar þeir gera alls konar örvæntingarfullar tilraunir til þess að klófesta peninga." Hann hafði þá selt eignarhlut sinn í veitinga- húsinu. Það var fataverksmiðjan ein, sem græddi á stríðinu, því að hún hætti framleiðslu fata handa óbreyttum borgurum og fór að framleiða fatnað fyrir herinn. En fjárhagsvandræði Valachi leystust mjög fljótt. í augum Cosa Nostramanna var stríðið líkt og hvert annað tækifæri, sem bar að nota út í yztu æsar. Það varð fljót- lega skortur á ýmsum nauðsynjum, og slíkt hafði það í för með sér, að nauðsynlegt varð að taka upp skömmtun og verðlagseftirlit. Og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.