Úrval - 01.03.1969, Síða 114

Úrval - 01.03.1969, Síða 114
112 ÚRVAL mesta lof fyrir ýmsar dyggðir. Einn lýsti því yfir, að hann væri „skil- yrðislaust heiðarlegur og hefði ljóstrað upp mörgum tilfellum, þar sem um var að ræða mútur og svartamarkaðsbrask." í raun og veru var Genovese sjálfur reyndar höfuðpaurinn að baki risavöxnum svartamarkaðshring í Napólí, og uppljóstranir hans höfðu aðeins verið gerðar í því skyni að útiloka samkeppni, sem reyndar tókst von- um framar. Það var Orange C. Dickey lið- þjálfi, samvizkusamur starfsmaður rannsóknardeildar hersins, sem komst loks að því sanna, hvað Genovese snerti. í ágúst árið 1944 handtók hann Genovese vegna upp- lýsinga, sem honum hafði tekizt að afla sér um ítölsk svartamarkaðs- viðskipti. Þá vissi Dickey jafnvel ekki, hver þessi fangi hans var í raun og veru. En í nóvember fékk hann upplýsingar frá bandarísku alríkislögreglunni þess efnis, að lýst hefði verið eftir Genovese vegna ákæru um morð í New York. Genovese var í óskaplegri klípu. Aðalvitnið gegn Don Vito var einn af byssubófum Cosa Nostra, Ernest Rupolo að nafni, sem gekk undir nafninu „Haukurinn“. Hann hafði átt aðild að „samningi" á vegum Genovese árið 1934. Samkvæmt iög- um New Yorkfylkis nægði ekki eitt vitni, heldur þurfti annað vitni til þess að staðfesta framburð hins vitnisins. Og „Hauknum“ til stuðn- ings var minni háttar bófi, Peter LaTempa að nafni. Júlíus Helfand, aðstoðarsaksóknari Brooklynhverf- is í New York, beið nú bara eftir tækifæri til þess að saksækja Geno- vese, strax og Dickey kæmi með hann sem fanga til Bandaríkjanna. Vito beitti öllum þeim áhrifum, sem hann hafði enn á Ítalíu. Hann bauð Dickey 250.000 dollara í reiðu- fé fyrir að „gleyma“ þessu öllu saman, en Dickey fékk þá 210 doll- ara mánaðarlaun hjá hernum. Dick- ey neitaði, og Genovese sagði þá, að hann ætti eftir að sjá eftir því. Vito breytti skyndilega um bar- dagaaðferðir, einmitt þegar Dickey hafði tekizt að útvega þeim far með herflutningaskipi til New York. — „Heyrðu, stráksi," sagði Vito við hann, „þú gerir mér nú meiri greiða en nokkur hefur nokkurn tíma gert mér. Þú ert einmitt að hjálpa mér til þess að komast heim.“ Genovese hafði góða ástæðu til þess að vera hvergi smeykur, vegna þess að Cosa Nostra hafði flýtt sér að eyðileggja möguleikana á málshöfðun gegn honum. í janúar árið 1945 fannst Peter LaTempa látinn í fangaklefa sínum. Líkskoðun leiddi í ljós, að hann hafði nóg eitur í skrokknum til þess „að drepa átta hross.“ Helfand aðstoðarsaksóknari reyndi að afla sér frekari sönnun- argagna, eftir að Genovese var kominn til Bandaríkjanna, en að lokum neyddist hann til þess að viðurkenna, að það væri útilokað, að hann gæti saksótt Genovese. •—■ „Haukurinn“ hafði setið í gæzlu- varðhaldi, ákærður fyrir morðtil- raun. Nú var honum launaður sam- vinnuviljinn með því að sleppa honum. Að vísu var hann varaður við því, að hann væri í raun og veru að fremja sjálfsmorð með því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.