Úrval - 01.03.1969, Síða 118
116
ÚRVAL
stúlku, sem hét Mildred, og dreng,
sem hét Donald og fæðzt hafði ár-
ið 1936. Og nú flutti fjölskyldan í
einbýlishús norður í Yonkers í
norðurjaðri New Yorkborgar. Geno-
vese hafði sjálfur ráðlagt Valachi
að flytja út í úthverfin. „Þar eru
allt aðrar aðstæður en inni í borg-
inni,“ sagði hann. „Þú skalt gefa
skátunum og öllum góðgerðarfélög-
unum. Reyndu líka að ganga í ein-
hvern söfnuðinn. Og þú skalt láta
kvenfólkið í hverfinu eiga sig.“
Donald hafði ekki hina minnstu
hugmynd um glæpastarfsemi föður
síns. „Eitt vil ég endilega taka
fram um þetta tímabil ævinnar,"
segir Valachi. „Ég var mjög ánægð-
ur yfir því, að ég ól drenginn minn
þannig upp, að hann fékk ekki að
kynnast lífinu eins og það er og
var því ekki líklegur til þess að
lifa lífinu á sama hátt og ég.“
Þetta voru órólegir tímar fyrir
Valachi. Genovese var nú reiðubú-
inn að hrifsa til sín öll völd innan
Cosa Nostra. Og það lá í loftinu,
að brátt færi allt í bál og brand.
„Ég bar ekki á mér húslykla, þar
sem mér hætti til þess að týna
þeim,“ segir Valachi. „Ég kom oft
heim seint að nóttu. Það ríkti
dauðaþögn, þegar ég stanzaði fyrir
útidyrunum heima hjá mér og ég
herptist saman, þar sem ég bjóst
við byssuskoti á hverju augnabliki.
Mér fannst sem margir klukkutím-
ar liðu, þangað til Mildred opnaði
fyrir mér.“
LEYNIFUNDUR COSA NOSTRA-
FORSPRAKKANNA
Genovese hafði nú fundið veikan
hlekk í varnarkeðju Costellos. Og
hann byrjaði nú að notfæra sér
þessa vitneskju af hinni mestu
slægð. Hann sýndi mikla þolin-
mæði. Þessi veiki hlekkur var einn
af valdamestu stuðningsmönnum og
nánustu vinum Costellos, William
Moretti að nafni, sem gekk oft und-
ir nafninu Willie Moore. Hann var
meðlimur gömlu „Lucianofjölskyld-
unnar“ og rak alls konar glæpa-
starfsemi í norðurhluta New Jer-
seyfylkis.
Moretti átti við mjög erfitt vanda-
mál að stríða. Og þegar komið var
fram á árið 1950, fóru helztu fé-
lagar hans, hinir forsprakkarinr í
Cosa Nostra, að hafa miklar áhyggj-
ur af því. Hann þjáðist af syfilis á
háu stigi, og það var bara tíma-
spursmál, hvenær sjúkdómurinn
bærist til heilans. Stundum fékk
hann mjög slæm köst og var þá
með hálfgerðu óráði og sagði ým-
islegt, sem hefði verið vissara að
þegja yfir. Þegar hann fékk þessi
köst, kom Costello honum í hjúkr-
un á afviknum stað. En hann gat
ekki komið í veg fyrir, að Moretti
mætti við yfirheyrslur á vegum
glæparannsóknarnefndarinnar, en
öldungadeildarþingmaðurinn Ern-
est Kefauver stjórnaði yfirheyrsl-
um þeim. Þessi fársjúki glæpafor-
ingi þvældi um ýmsa hluti, þegar
hann kom fyrir nefndina. Og oft
virtist hann vera kominn á fremsta
hlunn með að láta eitthvað út úr
sér, sem gæti reynzt mjög hættu-
legt fyrir Cosa Nostra.
Um þetta segir Valachi svo frá:
„Sko, Vito er eins og refurinn. ■—
Hann bíður bara síns tíma. Vito vill,