Úrval - 01.03.1969, Síða 124
122
ÚRVAL
ann eru þeir að þvæla?“ spurði
hann mig. „Ég er ekki að skrifa um
ítali. Ég er að skrifa um meðlimi
skipulagðra glæpaflokka.“
Þ. 1. febrúar árið 1966 kom nefnd
12 Bandaríkjamanna af ítölskum
ættum saman á fund í Washington
með Nicholas Katzenbach, saksókn-
ara ríkisins, og öðrum yfirmönnum
innan Dómsmálaráðuneytisins. —
Fjórir þessara ítölsku Bandaríkja-
manna sátu á þingi þjóðarinnar.
Þeir kröfðust þess, að útgáfa bók-
arinnar yrði stöðvuð, og hótuðu að
fara með málaleitan sína til sjálfs
Hvíta hússins. Robert F. Kennedy
sálugi var ekki sérlega uppörvandi
þegar ég ræddi þetta ástand við
hann.
„Þeir munu fara með málaleitan
sína til Johnsons,“ sagði hann. „Það
verður auðvelt fyrir hann að ná
þeim þannig öllum í einu á krókinn.
Hann segir Nick svo að ,,drepa“
bókina, og Nick mun ekki þrátta
um það við hann.“ Og síðar í sama
mánuði hóf Dómsmálaráðuneytið
svo aðgerðir til þess að fá það í
gegn, að mér yrði bannað að „skýra
frá innihaldi handritsins eða gefa
það út“.
Valachi var nú fluttur til alríkis-
fangelsisins í bænum Milan í Mic-
higanfylki. Og þ. 11. apríl, eða fimm
dögum eftir að honum var skýrt frá
því, að það yrði ekkert úr útgáfu
bókarinnar, sleit hann rafsnúruna
úr útvarpstækinu sínu, gekk inn í
steypibaðklefann sinn, batt öðrum
enda snúrunnar við sturtuna og
reyndi að hengja sig. Það var ein-
skær tilviljun, að honum tókst þetta
ekki. Það var málmþynna í sturt-
unni, sem var ekki nægilega vel
slípuð, og risti hún snúruna í sund-
ur, er það stríkkaði á henni, þegar
líkami Valachi hékk í henni af öll-
um sínum þunga.
Öll fullorðinsár sín hafði Vala-
chi vanizt þeirra hugsun og trú, að
Cosa Nostra væri ósigrandi afl. —
Þegar hann bauð Cosa Nostra loks
birginn, þá var tilhugsunin ein um
væntanlega útgáfu þessarar frá-
sagnar hans honum næg sönnun
þess, að hann kynni að hafa haft
rangt fyrir sér áður fyrr, er hann
trúði sem heitast á ofurmátt Cosa
Nostra. Hann fór að álíta, að það
kynnu samt að vera til öfl í þessu
landi, sem Cosa Nostra réð ekki
við. En ákvörðunin um að stöðva
útgáfu bókarinnar var mjög alvar-
leg í hans augum. Honum fannst
hún benda til þess, að jafnvel sjálf
ríkisstjórn Bandaríkjanna gæti ekki
staðizt ofurvald Cosa Nostra.
Mér hafði verið neitað um að ná
fundi Valachi, eftir að hann hafði
verið fluttur í fangelsið í Milan. En
það var samt gerð ein undantekn-
ing í þeirri von, að mér tækist að
fá hann ofan af því að gera aðra
tilraun til þess að ráða sig af dög-
um. Hann var enn mjög ráðvilltur,
þegar ég kom á hans fund. „Ég skil
þetta ekki,“ sagði hann. „Áður var
ég að gera rétt, en nú er ég allt í
einu farinn að gera rangt.“
Þetta var í síðasta sinn, að mér
var leyft að heimsækja hann. Og
ég sagði honum, að ég skyldi gera
allt, sem í mínu valdi stæði til þess
að sjá svo um, að hann fengi að
segja sögu sína opinberlega. Og eft-
ir langa viðureign f'yrir dómstólun-