Úrval - 01.03.1969, Side 126
124
Valachi fyrir hinum valdamiklu
„húsbændum" innan Cosa Nostra.
í júlí árið 1968 var Valachi flutt-
ur í betrunarhæli ríkisins í La
Tuna í Texas. Eitt sinn skrifaði
hann mér á þessa leið viðvíkjandi
ferli sínum innan Cosa Nostra:
„Ef ég hefði tækifæri til þess að
lifa lífi mínu að nýju, mundi ég
auðvitað haga því öðruvísi. Nú er
ég aleinn í veröldinni. Ég skrifast
ekki á við eiginkonu mína eða son,
þar eð þau vilja hvorki heyra mig
ÚRVAL
né sjá lengur, og ég ásaka þau ekki
fyrir það.
Ég vona, að bandaríska þjóðin
muni hagnast á vitneskju þeirri,
sem hún hefur nú fengið um eðli
þessara glæpasamtaka. Hefði ég
verið drepinn í fangelsinu í At-
lanta, hefði ég hvort eð er dáið,
brennimerktur sem uppljóstrari, án
þess að hafa brotið nokkuð af mér.
Nú . . . hverju var þá svo sem að
tapa?“
☆
Morgunn einn var hringt heima hjá okkur, og konan min fór í sím-
ann. 1 símanum var bráðókunnug kona, sem spurði konuna mina, hvor*
hún hefði horft á leikrit eitt í sjónvarpinu kvöldið áður. „Já, ég gerS:
það,“ svaraði konan mín þá.
„Ó, það var gott,“ sagði konan í símanum þá. „sko, ég var líka að
horfa, en svo sofnaði ég. Og engin af vinkonum minum sá leikritið
svo að ég ákvað bara að hringa í einhver númer, þangað til einhver
gæti sagt mér, hvernig það endaði."
„Þau giftust," sagði konan mín.
,,Ó, mikið er ég glöð að heyra það!“ svaraði konan. Og að því mæltu
sleit hún samtalinu.
Neil Morgcmi.
Útvarpsstöð í bænum okkar hefur dagskrárlið, sem ber heitið „Hringið
i prestinn". Og það hringir margt fólk og lætur i Ijós skoðanir sínar á
ýmsum hlutum án þess að þurfa að segja til nafns. Þegar verið var að
útvarpa dagskrárlið þessum einn daginn og presturinn svaraði síma-
hringingu einni, heyrðist skyndiiega kvenrödd, sem byrjaði að lesa
upp mataruppskrift án nokkurs formála. „Um hvað eruð þér að tala,
frú?“ spurði presturinn steinhissa.
„Ég er ekki að tala við yður,“ svaraði 'konan nokkuð snúðugt. „Ég
er að tala við hana systur mína.“
„E'n frú mín góð,“ sagði presturinn, „það er verið að útvarpa yður!“
„Veit ég vel,“ svaraði hin ókunna kvenrödd snúðugt, „en systir min
hefur bara engan síma.“
William McDonald.